Kvíđi / Fréttir

24.07.2008

Óttinn viđ mistök - hvetjandi eđa lamandi?

Útdráttur úr frétt frá Associated press

Írinn Predraig Harrington vann nýlega opna breska meistaramótið í golfi. Hann segir frá því í viðtali að hann hafi allan sinn íþróttaferil þurft að sanna að hann sé sigurvegari og þurfi að hafa fyrir því. Hann þurfi að vinna með andlegu hliðina, sérstaklega í byrjun keppnistímabilsins. Óttinn við mistök er sterkasti hvatinn til dáða að sögn Predraigs. "Óttinn er, og verður alltaf hvatinn minn í golfinu". Hann segist enn fremur kvíðinn fyrir nýju tímabili, hvort hann hafi áfram sömu leikni. Hann þurfi að sanna sig upp á nýtt á hverju keppnistímabili.

Predraig Harrington segir enn fremur:"Óttinn knýr mig áfram og heldur mér við efnið í æfingunum, kemur mér í ræktina svo ég verð að virkja kvíðann og nota hann".

Fréttaskýring: Það er misjafnt eftir íþróttum og einstaklingum við hvaða kvíðastig þeir ná bestum árangri.  Þeir sem stunda tæknilega flóknar íþróttir sem krefjast einbeitingar finna almennt meira fyrir því að kvíðinn þvælist fyrir þeim. Óttinn við að mistakast er oft frekar hamlandi en hvetjandi, en sumum eins og PH hefur tekist að virkja hann.  

JSK


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.