persona.is
Almennt um offitu og átröskun
Sjá nánar » Átraskanir/Offita

Offita er vaxandi heilbrigðisvandamál hér á landi eins og víðast hvar í heiminum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreinir offitu sem sjúkdóm og notar svokallaðan líkamsþyngdarstuðul (BMI) til að flokka sjúkdóminn eftir alvarleika og hættu á fylgikvillum. Meðal fylgikvilla offitu má nefna sykursýki, háþrýsting, kransæðasjúkdóm og kæfisvefn. Í þessum flokki er að finna upplýsingar um offitu og góð ráð um það hvernig hægt er að ná stjórn á vandanum og snúa mataræði og lífstíl til betri vegar. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að 5-10% þyngdartap getur dugað til auka lífslíkur og bæta heilsuna til muna. Notaðu ráðin hér á persona.is til að bæta heilsuna og gera vel við líkama þinn.

Átröskun er alvarlegur sjúkdómur sem kemur fram í brengluðum matarvenjum og matarlyst. Talað er um tvenns konar átröskun, lystarstol (Anorexia) og lotugræðgi (Bulimia). Átröskun fór ekki að teljast til geðsjúkdóma fyrr en á 10. áratugnum og það er álit margra að fegurðarímynd kvenna í auglýsingum og fjölmiðlum hafi og sé ennþá afdrifarík í framgangi sjúkdómsins.

Átröskun hefur alvarlegar afleiðingar sérstaklega þar sem einstaklingar með átröskun viðurkenna sjaldnast að um vandamál sé að ræða og vilja þar af leiðandi ekki leita sér hjálpar.

Þótt umræðan hafi fram til þessa beinst að unglingsstúlkum er vitað að strákar þjást líka af átröskun.

Kynntu þér vel átröskun þótt þú sjálf(ur) sért kannski ekki með hana. Öll þekking er af hinu góða.