Hildur Magnúsdóttir

Hildur Magnúsdóttir

Hildur Magnúsdóttir er sálmeðferðarfræðingur (Psychotherapist) menntuð í Englandi í samþættri (integrative) nálgun. Hún er með evrópska vottun (ECP) og er einn af stofnendum Félags sálmeðferðarfræðinga á Íslandi. Starfsemi hennar er skráð hjá Landlækni en hún er einnig hjúkrunarfræðingur MSc. Hún og starfar einnig í gengum netið og á ensku.

Nánar um mig

Hildur veitir fullorðnum einstaklingum sérhæfða innri samtalsmeðferð; IFS partameðferð; Internal Family System Therapy sem er tengslaáfallamiðuð meðferð. Hún tekur einnig mið af tilfinningamiðaðri meðferð (Emotion Focused Therapy) og notar stundum EMDR. Öll þessi meðferðarform hafa sýnt fram á árangur.

Hildur aðstoðar fólk við að vinna úr ofbeldi, afleiðingum ófullnægjandi atlætis frá uppalendum eða öðrum á viðkvæmum uppvaxtarárum með þeim afleiðingum sem slíkt hefur á lífið, sambandið við sjálfan sig og aðra. Birtingarmyndir þessa eru oft lágt sjálfsmat, skömm, sjálfsgagnrýni, fíknir, þunglyndi, reiði, meðvirkni og kvíði. Hún sækir sjálf meðferð, handleiðslu og símenntun. Frekari upplýsingar um Hildi og meðferð hjá henni eru á vefsíðu hennar

www.salmedferd.is