Davíð Vikarsson

Menntun
1999-2021 Fagnámskeið, handleiðsla til sérfræðiviðurkenningar.
2010-2019 Ýmis fræðslunámskeið tengd starfsendurhæfingarmálum hjá VIRK, starfsendurhæfingarsjóði.
2011 Námskeið á vegum Félags sérfræðinga í klínískri sálfræði – „Störf sálfræðinga í Forsjár- og umgengnisdeilum“.
2006-2008 Tveggja ára sérnám í Hugrænni atferlismeðferð á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í samvinnu við Oxford Cognitive Therapy Centre.
1995-1999 Cand. Psych Aarhus Universitet, embættispróf.
1992-1995 B.A. próf í Sálfræði, Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
1983-1987 Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Starfsferill
2020-2021 Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins. Tímabundin afleysingarstaða í eitt ár, sálfræðiþjónusta fyrir fullorðna með skilgreindan klínískan vanda, þunglyndi, kvíðaraskanir og/eða áfallastreituröskun.
2019 – 2021 Hæfi endurhæfingarstöð – matsvinna og meðferð.
2010- 2020 Sálfræðiþjónusta fyrir VIRK Starfsendurhæfingarsjóð. Starfssvið; sérhæfð matsvinna, mat á meðferðarþörf, kortlagningu vanda, áætlunargerð fyrir starfsendurhæfingu, þverfagleg rýni- og teymisvinna.
2002- 2021 Rekstur eigin sálfræðistofu samhliða öðrum störfum. Almenn sálfræðiþjónusta, greining og ráðgjöf, meðferð á helstu geð- og tilfinningaröskunum, fræðsla – og meðferðarnámskeið. Verktakaþjónusta fyrir fyrirtæki, skóla-, félagsþjónustu og Barnavernd í Reykjavík og nágranna sveitarfélög.
Frá árinu 2011 – eftir námskeið um störf sálfræðinga í Forsjár- og umgengnisdeilum, regluleg vinna fyrir bæði barnavernd og dómstóla vegna forsjár- og umgengnisdeilna.
2007-2014 Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins. Uppbygging sálfræðiþjónustu í Heilsugæslu Kópavogs. Starfssvið; Greining og meðferð geðraskana hjá börnum, unglingum og fullorðnum í tengslum við ungbarna og mæðraeftirlit. Samstarfsverkefni Heilsugæslu, Félagsþjónustu og Barnaverndar Kópavogs.
2004-2007 Barna- og unglingageðdeild, BUGL, Landspítali Háskólasjúkrahús. Göngudeildarvinna, greining og meðferð helstu hegðunar- og geðraskana barna og unglinga, námskeið, ráðgjöf og fræðsla fyrir foreldra og unglinga, handleiðsla nýrra sálfræðinga.
2002-2004 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, fullt starf sálfræðings. Starfsvið; greining og ráðgjöf vegna aðlögunar- og þroskafrávika barna og unglinga. Foreldrafræðsla varðandi uppeldi og þroska.
2000-2002 Staða sálfræðings við PPR (Pædagogisk Psykologisk Raadgivning) í Ringsted. Starfssvið: greining, mat og meðferð á börnum og unglingum 0-18 ára. Handleiðsla kennara í skólum og uppeldisstofnunum, fjölskyldu- og einstaklingsráðgjöf/meðferð í samstarfi við félagsþjónustu og barnavernd í Ringsted Kommune.
2000-2001 Tímabundin staða sálfræðings/kennara við Daghojskolen Fobiskolen í Kaupmannahöfn. Hugræn atferlismeðferð, hópmeðferð við kvíða (félagskvíða, ofsakvíða og víðáttufælni).
1999-2002 Barna- og unglingageðdeild, Amtsygehuset í Glostrup, Kaupmannahöfn. Lokuð móttökudeild fyrir unglinga á aldrinum 14-20 ára.
1998-1999 Barna- og unglingageðdeild, Aarhus Universitetshospital. Lokuð móttökudeild fyrir unglinga 14-18 ára.
1997-1997 Barna- og unglingageðdeild við Dalbraut, Landspítali Háskólasjúkrahús. Þriggja mánaða sumarafleysingastarf meðferðarfulltrúa.
Félagsstörf
2007-2012 Stjórnarmaður í Sálfræðingafélagi Íslands.
2012-2014 Jafnréttisráð Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
2012-2014 Varamaður í Fagráði Landlæknisembættisins um geðrækt.
2011-2013 Samninganefnd sálfræðinga í Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.