Sambönd / Fréttir

13.09.2007

Einsemd truflar ónćmiskerfiđ

Í áranna röð hefur oft verið sýnt fram á hærri dánartíðni félagslega einangraðs fólks án þess að nein bein ástæða fyndist fyrir því. Nú hafa rannsakendur við Háskóla Kaliforníu í Los Angeles (UCLA) fundið greinilegt mynstur í ónæmiskerfi fólks sem upplifir mikla einsemd. Rannsóknin veitir í fyrsta sinn líkamlega skýringu á því af hverju einmanna fólk er líklegra til að fá krabbamein, verða hjartveikt og þjást af veirusýkingum.

 

Rannsakendurnir vildu kanna hvort ástæðan að baki hærri dánartíðni lægi í aðgengi einstaklinganna að ýmsum félagslegum og líkamlegum úrræðum eða hvort einsemdin hefði bein líkamleg áhrif. Fylgst var með virkni þekktra gena í hvítu blóðfrumum þátttakendanna og í ljós kom að einsemd hefur áhrif á algjöra grunn virkni líkamans með því að trufla virkni þessara gena.

 

Breytingar á virkni gena í ónæmiskerfinu voru nátengdar upplifun einstaklingsins á félagslegri einangrun og voru óháðar öðrum áhættuþáttum eins og aldir, þyngd og lyfjanotkun. Breytingarnar voru jafnvel óháðar því hve stórt félagsnet einstaklingsins var í raun. Á þessu líffræðilega sviði skiptir því ekki máli hve marga vini þú átt heldur hve mörgum þér finnst þú vera náinn. Rannsakendur telja að þessi rannsókn geti leitt til betri meðferðarúrræða sem takast á við þessi líkamlegu áhrif einsemdar.

 

EÖJ


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.