Ný rannsókn sem gerð var í Danmörku hefur leitt í ljós að fráskildir menn um fertugt hafa tvöfalt hærri dánartíðni heldur en giftir menn á sama aldri. Alkahólismi og sjálfsmorð er ástæðan í mörgum tilfellum en einnig virðast hjartaáföll vera ábyrg fyrir hluta dauðsfallana samkvæmt skýrslu Copenhagen Post.
Rannsóknaraðilar við Háskólan í Kaupmannahöfn leituðu uppi 2.500 karlmenn sem voru allir fæddir 1953. Rannsóknin snéri einnig að því hvort karlmennirnir sjálfir væru skilnaðarbörn eða afar þeirra og ömmur hefðu skilið.
“Út frá þessum niðurstöður væri réttast að Danskt samfélag legði áherslu á að halda hjónaböndum gangandi” er haft eftir Rikke Lund en hann stýrði rannsókninni. Lund benti einnig á að hjónabandsráðgjöf sem skildug væri sumum hjónum í Noregi hefði fengið 25–30 % hjóna til að hætta við skilnað.
APA