persona.is
Finnst þér þú vera elskuð/elskaður af maka þínum?
Sjá nánar » Sambönd

Finnst þér þú vera elskuð/elskaður af maka þínum? Finnst maka þínum hann vera elskaður af þér? Ef ekki, þá gæti það verið af því að þið hafið aldrei lært að ,,tala” tungumál kærleikans. Það er talað um að það séu fimm Kærleiksþarfir sem við höfum en eitt þeirra er í fyrsta sæti og ef við fáum ekki þessa kærleiksþörf uppfyllta þá líður okkur ekki nægilega vel í sambandinu – hjónabandinu. Hvernig getum við fundið okkar tungumál – kærleiksþörf? Skoðaðu atriðin fimm hér fyrir neðan og athugaðu hvað gæti verið í fyrsta sæti hjá þér?

Viðurkenningarorð – að notuð séu orð sem sýna viðurkenningu og kærleika.
Gæða tími – að þér sé gefin óskift athygli.
Að fá gjafir – gjafir segja ,,hann/hún var að hugsa um mig”.
Þjónusta – að gera eitthvað fyrir makann sem þú veist að hann/hún vill láta gera fyrir sig.
Snerting – blíð, kærleiksrík snerting.

Hvað særir þig mest?

Hvenær finnst þér þú vera elskuð/aður af maka þínum? Hvað þráir þú umfram öllu öðru? Ef svarið við þessum spurningum kemur ekki strax upp í hugann þá gæti verið gott að skoða neikveiða notkun á tungumáli kærleikans. Hvað segir maki þinn sem særir þig mest? Ef það neikvæða sem maki þinn segir, særir þig mest þá getur verið að þitt kærleikstungumál sé ,,Viðurkennningar orð – orð sem sýna kærleika”.

Hvað bið ég oftast um?

Önnur leið til að finna þína kærleiksþörf eða kærleiks tungumál er að spyrja: ,,Hvað bið ég oftast um frá maka mínum eða fer fram á”? Eiginkona sagði eitt sinn, ,,Þegar ég spyr mig þessarar spurningar þá kemur í ljós að ég fer fram á gæðatíma – samveru. Aftur og aftur bið ég hann um að koma út að ganga eða að slökkva á sjónvarpinu í einn klukkutíma og tala við mig. Hann hlustar ekki á þessa ósk mína og þá kemur upp höfnunar tilfinning og mér finnst ég ekki elskuð.”

Haltu áfram að læra!

Hverju kvarta ég mest yfir?
Hvað fer ég oftast fram á?
Hvernig sýni ég öðrum kærleika minn?
Svaraðu þessum þrem spurningum og þá finnur þú þitt kærleiks tungumál. Snúðu þeim við og þá finnur þú kærleikstungumál maka þíns:
Hvað kvartar maki minn oftast yfir?
Hvað biður hann/hún oftast um?
Hvernig sýnir hann/hún öðrum kærleika?

Ein dýpsta þrá okkar er að finna að við séum elskuð af maka okkar. Lykillinn að því að mæta þörfum hvors annars fyrir kærleika er að finna hvað það er sem fær hinn aðilann til að finnast hann vera elskaður og gera það reglulega. Ef þið ,,talið” ekki kærleikstungumálið sem er í fyrsta sæti en ,,talar” öll hin þá finnst maka þínum hann ekki vera elskaður. Farðu aftur yfir Fimm tungumál kærleikans hér fyrir ofan.

Tekið úr bókinni The Five Love Languages: How to Express Heartfelt Commitment to Your Mate eftir Dr Gary Chapman.