Persónu- og Persónuleikavandamál / Fréttir

07.11.2007

Drykkja á međgöngu hefur áhrif á hegđun barna

Ný rannsókn sem sagt er frá í nýjasta hefti Archives of General Psychiatry varpar ljósi á tengsl milli drykkju móður á meðgöngu og hegðunarvandamála barnanna síðar á ævinni. Fyrri rannsóknir hafa bent á þessi tengsl ásamt tengslum drykkju við ýmis önnur vandamál en aldrei náð að sýna nægjanlega fram á styrk tengslanna. Af þessum sökum hafa rannsakendur velt fyrir sér hvaða aðrir þættir kæmu til.

Rannsakendur við háskólann í Indiana skoðuðu upplýsingar um 4.912 mæður sem tekið höfðu þátt reglulega í skoðanakönnun á vegum ríkisins yfir 25 ára tímabil frá 1979 til 2004. Í skoðanakönnuninni svöruðu konurnar ýmsum spurningum og meðal annars um neysluvenjur sínar á meðan þær gengu með börn sín. Frá 1986 greindust hegðunarerfiðleikar hjá 8.821 af börnum þeirra.

Svo virðist sem hegðunarvandi barnanna sé beintengdur við afengisneyslu móðurinnar. Því meira sem hún drakk á meðgöngunni þeim mun verri mældist hegðunarvandi barnsins og hélst sú tenging þrátt fyrir að reiknað væri með og tekið tillit til annarra þátta eins og fíkniefnaneyslu og greindarfars.

EÖJ


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.