persona.is
Líkamsþyngdarstuðull
Sjá nánar » Átraskanir/Offita
Við skilgreiningu á offitu er oftast notaður svokallaður líkamsþyngdarstuðull (BMI). Hann er reiknaður út frá hæð og þyngd út frá formúlunni þyngd/hæð2 (kg/m2). Með því að reikna hann út er unnt að meta hvort viðkomandi sé of þungur. Sömu viðmiðunarmörk eru fyrir konur og karla. Þessi mörk gilda aftur á móti ekki um börn. Stuðullinn tekur ekki tillit til mismunandi líkamsbyggingar og greinir ekki milli þyngdar vöðva og fitu þannig að vöðvamikill og grannur einstaklingur getur fengið háan BMI. Hann gefur samt góða vísbendingu um hvar viðkomandi er staddur m.t.t. offitu.      Offitu skilgreinir Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) á eftirfarandi hátt:

Flokkur

BMI

Vannæring

< 18,5

Eðlileg þyngd

18,5 – 25

Yfirþyngd

25 – 30

Offita

30 – 40

Alvarleg Offita

> 40

Dæmi: BMI hjá einstaklingi sem er 80 kg og 1.8 m er því: 80 / 1.82 = 24.7 sem er eðlileg þyngd. Ef hann þyngist um 15 kg verður BMI 29.3 sem flokkast sem yfirþyngd. 

Dæmi: BMI hjá einstaklingi sem er 95 kg og 1.67 m er: 95 / 1.672 = 34 sem flokkast sem offita. Ef hann léttist um 15 kg verður BMI 28 sem flokkast sem yfirþyngd og til þess að komast niður í kjörþyngd þyrfti þessi einstaklingur að léttast úr 95 kg í 70 kg. 

Byggt á upplýsingum frá Hjartavernd.