Međferđ / Greinar

Örfá en býsna algeng dćmi um hugsana - og hegđanamynstur átröskunarsjúklinga.

Margir átröskunarsjúklingar  byrja daginn með því að hugsa um hversu ómögulegir þeir séu og hversu ömurlegur líkami þeirra sé og hversu vont sé að finna fyrir honum. Hugsunin stenst í rauninni engin rök og er fjarri sannleikanum en fyrir þeim sem þjáist af átröskun er hún óvéfengjanleg staðreynd. Á morgnana er hugurinn hreinn og tær eftir nóttina, ef sjúkdómurinn hefur ekki seilst í draumana, en sterkustu hugsanir hins þjáða eru samt sem áður niðurrifshugsanir og þær valda óhjákvæmilega ótta og kvíða fyrir komandi degi. Lífið snýst einungis um útlit...

Lesa nánar

Hverjir fara til sálfrćđinga, hvađ ţarf vandamáliđ ađ vera mikiđ og er fólk ađ koma til sálfrćđing sem ţurfa ekki á ţví ađ halda?

Það eru engin sérstök viðmið til um hvenær fólk á að leita sér aðstoðar, eða hvenær fólk getur leitar sér aðstoðar sálfræðinga.  Það getur meira að segja verið frekar varhugavert að ætla sér að setja upp einhverskonar kerfi, sem segir til um hvenær fólk hefur rétt á að þiggja aðstoð við erfiðleikum sínum og vanlíðan.  Greiningarkerfi geðraskana eru kerfi sem greina fólk með hinar ýmsu geðraskanir, eins og átraskanir, þunglyndi og kvíða, svo eitthvað sé nefnt.  Sem betur fer er sjaldnast un...

Lesa nánar

Eđlilegur kvíđi

Hugsaðu þér mann sem gengur um grösugar sléttur, allt í einu kemur hann auga á ljón og viðbrögðin láta ekki á sér standa. Hjartsláttur og andardráttur aukast, vöðvar spennast, yfirborðsæðar dragast saman og munnvatnsframleiðsla minnkar. Öll þessi líkamlegu viðbrögð og fleiri til, gera hann viðbúinn undir að flýja eða berjast. Aukinn hjartsláttur gefur honum orku, vöðvarnir eru tilbúnir fyrir átak og þurr munnur auðveldar súrefnisflæði niður í lungu. Minna blóðflæði í yfirborðsæðum minnkar hættu á blóðmissi ef hann slasast en vi&et...

Lesa nánar

Sjálfstraust

Sjálfstraust er eins og nafnið gefur til kynna það traust sem við berum til okkar sjálfra til að leysa það vel af hendi sem fyrir liggur.  Segja má að traustið byggist á því áliti sem við höfum á okkur sjálfum sem manneskjum.  Öll höfum við okkar veiku bletti og lendum í aðstæðum þar sem við erum ekki öryggið uppmálað en þegar skortur á sjálfstrausti er farið að hamla okkur í lífinu þurfum við að bregðast við með ákveðnum aðgerðum. Sjálfstraustið mótast af þeirri reynslu sem við höfum í farteskinu t.d. hverju við h...

Lesa nánar

Ţráhyggja

Þráhyggja eru óboðnar þrálátar hugsanir, hugarsýn eða hvatir sem viðkomandi einstaklingur getur ekki sætt sig við, á erfitt með að hafa stjórn á og valda mikilli vanlíðan.  Sem dæmi má nefna heittrúaða konu sem hugsar syndsamlegar hugsanir eða maður sem telur að hann muni valda flugslysi með því að sjá það fyrir sér. Flestir eða allt að 90% upplifa óboðnar hugsanir, hugarsýnir eða hvatir en fólk túlkar þær á ólíkan hátt.  Eini munurinn á þeim sem þróa með sér þráhyggju og öðrum er sá að þeir fyrrnefndu líta svo á að hug...

Lesa nánar

Áfallahjálp

Fólk hefur upplifað áföll um ómunatíð. Stríð, hungursneyð og hamfarir hafa ávallt haft áhrif á líf okkar og svo virðist sem að nútíminn einkennist einna helst af hamförum.  Hvort heldur sem það er flóðbylgja eða fellibylur sem veldur dauða og hörmungum, eða hryðjuverk og stríð sem skilja eftir sig sviðna jörð, virðast slík áföll gerast sífellt oftar og hvert þeirra orsaka meiri harm en það síðasta. Þó eru það ekki einungis náttúruhamfarir og stríð sem geta haft eyðileggjandi áhrif, heldur gerast ótal áföll daglega eins og umferðarslys, dauði einhvers ná...

Lesa nánar

Nćsta síđa

Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.