Fíkn / Spurt og svarað

Áfengislöngun


Spurning:

Hæ hæ. Ég er með svo mikla löngun í áfengi en þó aðallega bjór. Alltaf þegar ég sé bjór á mynd eða eitthvað þá langar mig alltaf svo í en ég hef ekkert verið að drekka bara prófað.

 

Ég er bara 16 ára og þetta er alltaf að versna þessi löngun í áfengi og mér þætti vænt um að fá góð ráð. Takk.

 


Svar:

Sæl/Sæll

 

 

Þú segir einungis að þú hafir prófað að drekka en talar ekki um hvernig áfengisneyslu þinni er háttað í dag, hvort þú drekkir að staðaldri og hvort þú verðir drukkin/n þegar þú drekkur. En þú gætir byrjað á því að skoða aðeins af hverju þessu löngun kemur upp. Er það af því þig langar í ástandið sem fylgir því að drekka bjór eða er það til að falla betur inn í ákveðinn hóp eða lífsmynstur? Eða kannski bæði og fleira til? Með því að skoða aðeins hvar og hvenær og við hvaða aðstæður löngunin kemur upp geturðu kannski áttað þig betur á hvað kallar í þessa löngun í bjór. Þú ert fullung eða ungur til að drekka og því lengur sem fólk bíður með að byrja að drekka því minni líkur eru á að það lendi á vandræðum vegna áfengisdrykkju síðar meir. Ef þú finnur út af hverju og við hvaða aðstæður löngunin í bjór verður mikil eða sterk geturðu kannski gert eitthvað til að draga úr henni.

 

Þú gætir líka rætt þetta við einhvern fullorðinn sem þú treystir og getur ráðlagt þér. Ef þú þekkir engan sem getur gert það þá geturðu talað við einhvern fagaðila, til dæmis heimilislækni, áfengisráðgjafa eða sálfræðing sem gæti ráðlagt þér.

 

 

Gangi þér vel.

 

 

Eggert S. Birgisson, sálfræðingur

Til baka


Svör við öðrum spurningum 


© Copyright 2004, Persóna.is. Allur réttur áskilinn.