Barnahneigð er skilgreind sem síendurtekin og sterk kynþörf ásamt kynórum gagnvart börnum sem hafa ekki náð kynþroskaaldri. Samkvæmt skilgreiningu er einstaklingur, sem haldinn er barnahneigð, 16 ára eða eldri og er að minnsta kosti 5 árum eldri en barnið. Breytilegt er hvort viðkomandi leitar á börn af sama kyni og hvort börnin sem leitað er á séu innan fjölskyldunnar eða utan hennar. Sumir með barnahneigð eru giftir og lifa "eðlilegu" fjölskyldulífi, (alla vega getur það litið þannig út fyrir utanaðkomandi aðila), og sýna einnig áhuga á kynlífi með fullorðnum. Aðrir lifa aftur á móti einir og oft einangraðir frá umhverfi sínu, og kynþörf þeirra og kynórar beinast eingöngu að börnum.
Lesa nánarHvað veldur streitu árið 2010? Ameríska sálfræðingafélagið lætur árlega gera k...
Lesa nánar