Fíkn / Spurt og svarađ

Alkóhólismi og tengdaforeldrar


Spurning:

Ég er með tengdaforeldra mína alveg á móti mér. Ég er virkur alki sem leitt hefur til þess að nú er allt vitlaust á milli okkar. Þau segja að það komi aldrei til að ég verði samþykktur í fjölskylduna og mamma hennar er sálfræðingur sem ég tel vera svolítið óheppilegt. Ég hef ákveðið að fara í meðferð núna á næstu dögum og það er talað eins og ég eigi mér ekki viðreisnarvon að lagast. Þau hringja á hverjum degi og vilja helst fá skýrslu frá dóttur sinni og telja hana vera á leiðinni í svaðið með mér. Ég get skilið þetta að vissu marki. Mér finnst nú að þau ættu frekar að hjálpa okkur frekar en að reyna sundra okkur, því við elskum hvort annað. En teljið þið að hægt sé að laga svona hluti ?


Svar:

Sæll.

Mér finnst þú svara spurningunni þinni í annarri setningu. “ég er virkur alki sem leitt hefur til þess að nú er allt vitlaust á milli okkar”

Þú segir að alkóhólismi þinn orsaki þessa hegðun tengdaforeldra þína og segir síðar í bréfinu að þú ætlir í meðferð á næstu dögum. Þú segist einnig skilja að þau séu áhyggjufull yfir dóttur sinni meðan ástandið er eins og það er.

Miðað við það sem þú segir ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að samskiptin lagist eftir að þú hefur hætt áfengisdrykkjunni og svo lengi sem þið hafið góð áhrif hvort á annað.

Eftir meðferðina getið þið sest niður og rætt um ný tækifæri með nýju upphafi hjá þér. Mér skilst á þér að það sé nú einu sinni drykkjan sem eyðileggur samskiptin en ekki þú sem einstaklingur.

Gangi þér vel.

Sóley

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.