Fíkn / Spurt og svarađ

Börn og unglingar og vímuefni


Spurning:

Hæ. Eru sum börn líklegri til að lenda í áfengis- og fíkniefnaneyslu en önnur? Ef svo er, hvaða börn þá?


Svar:

Sæl/Sæll
Síðustu áratugi hafa rannsóknir beinst að því að komast að því hvernig og af hverju áfengis- og fíkniefnamisnotkun hefst. Það eru margir þættir sem geta stuðlað að því að neysla og í framhaldi af því misnotkun hefjist en það eru líka margir þættir sem geta dregið úr líkum á því að einhver lendi í misnotkun eða verði háður áfengi eða fíkniefnum. Áhættuþættir eru heldur ekki þeir sömu fyrir alla.
Áhættuþættir og þeir þættir sem geta dregið úr líkum á því að börn og unglingar ánetjist áfengi eða fíkniefnum hafa áhrif á börn á mismunandi þroskastigum. Á hverju stigi koma fyrir áhættuþættir sem hægt er að breyta með því að grípa til forvarna. Áhættuþættir sem koma fram snemma á æviskeiðinu, til dæmis ofbeldisfullrar eða ógnandi hegðunar, er hægt að hafa áhrif á í gegnum fjölskyldu, skóla og samfélagslegum aðgerðum sem hjálpa börnum að þróa með sér viðeigandi og jákvæðari hegðun. Ef ekki er tekist á við þessa hegðun getur hún leitt til annarra áhættuþátta eins og vandræða í námi og árekstra við samfélagið.
Áhættuþætti, verndandi þætti og á hvaða sviði þeir koma fram má setja upp í litla töflu til skýringar.


 

Áhættuþættir

Svið
Verndandi þættir
Ofbeldis- eða ógnandi
hegðun snemma á ævi
Einstaklingur
Sjálfsstjórn
Lítið eftirlit foreldra
Fjölskyldan
Foreldrar fylgjast með og eru virkir í uppeldi
Misnotkun á eiturlyfjum
og áfengi
Jafningjar, t.d. bekkjar-
félagar eða vinir
Góður námsárangur
Aðgengi að eiturlyfjum og
áfengi
Skólinn
Forvarnir
Fátækt
Samfélagið
Samstaða milli fólks í
hverfinu

 

Áhættuþættir hafa áhrif á áfengis- og eiturlyfjamisnotkun á margvíslegan hátt. Því fleiri áhættuþættir, því meiri líkur eru á að barnið muni misnota áfengi eða eiturlyf. Sumir áhættuþættir geta verið áhrifameiri en aðrir á ákveðnum þroskastigum barnsins, eins og til dæmis þrýstingur frá vinum á unglingsárum. Á sama hátt geta sumir þættir veitt meiri vernd á ákveðnum þroskastigum, eins og sterk og góð tengsl milli foreldra og barns snemma á æviskeiðinu. Mikilvægur þáttur í forvörnum er að breyta jafnvægi áhættuþátta og verndandi þátta þeim verndandi í hag.
Marga áhættuþætti er hægt að greina strax í barnæsku. Þeir geta verið, eins og áður var minnst á, ofbeldisfull- eða ógnandi hegðun, lítil sjálfsstjórn eða erfitt skap. Eftir því sem barnið verður eldra geta samskipti barnsins, sem mótast af þessum þáttum við fjölskyldu, í skóla og í samfélaginu haft áhrif á líkurnar á því hvort það ánetjast áfengi eða fíkniefnum. Ef barnið lendir sífellt í árekstrum vegna hegðunar sinnar og skaps er líklegra að það gerist.
Fyrstu samskipti barns eru í fjölskyldunni og stundum geta fjölskylduaðstæður aukið líkur á því að barnið misnoti áfengi eða vímuefni síðar. Þær aðstæður eru til dæmis:


-         Þegar umhyggja og ástúð foreldra eða forsjármanna er lítil.
-         Þegar foreldrar af einhverjum ástæðum valda ekki uppeldinu.
-         Þegar foreldri eða forráðamaður misnotar áfengi eða eiturlyf.

-         -         -        


Fjölskyldur geta líka dregið úr líkum á því að barn verði síðar háð áfengi eða vímuefnum. Þær aðstæður myndast til dæmis þegar:


-         Sterk tengsl eru milli barns og uppalenda.
-         Foreldrar hafa áhuga á og taka þátt í lífi barnsins.
-         Það eru skýrar reglur og mörk í uppeldinu.

-         -         -        


Aðstæður í umhverfinu geta falið í sér hættur fyrir börn og unglinga. Þær eru til dæmis:


-         Slæm hegðun í skóla eða litlir samskiptahæfileikar.
-         Slæm frammistaða í námi.
-         Vinir misnota áfengi eða eiturlyf.

-         -         -        


Það að vinir misnoti áfengi eða eiturlyf er oftast stærsti áhrifaþátturinn í því hvort unglingar byrja að misnota áfengi eða eiturlyf eða leiðast inn á aðrar vafasamar brautir.
Aðrir þættir, til dæmis hvort eiturlyf eru sýnileg eða hægt að ná í þau, það séu eiturlyf í umferð og sú skoðun að eiturlyf séu viðurkennd eru líka þættir sem geta orðið til þess að unglingar byrja að misnota áfengi eða eiturlyf.


Ég vona að þetta svari spurningu þinni að mestu.


Kveðja, Eggert S. Birgisson, sálfræðingur
eggert@persona.is

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.