Dæmi um spurningar
Farðu vandlega í gegnum dæmin hér á eftir áður en þú byrjar á prófinu.
I. Tengsl á milli atriða
Í sumum spurningum verður þú beðin um að finna tengsl á milli atriða sem eru sambærileg þeim tengslum sem dæmi er gefið um.
Dæmi 1: Bátur samanborinn við vatn er eins og flugvél samanborin við:
SÓL JARÐVEG VATN LOFT TRÉ
(Svarið er Loft: Bátur kemst milli staða á vatni og flugvél kemst milli staða gegnum loftið.)
Þú verður einnig beðin um að bera saman myndir eða tákn á sama hátt.
Dæmi 2: Hver þessara fimm mynda passar best við?
Mynd1 samanborin við Mynd 2 er eins og Mynd 3 samanborin við ______
Svarið er Mynd C. Hægt er að bera saman hring sem hefur verið skipt í tvennt með beinni línu við ferning sem hefur verið skipt í tvennt með beinni línu.
II. Hvaða atriði sker sig úr.
Í öðrum spurningum verður þarft þú að velja á milli fimm atriða hvaða atriði það er sem sker sig frá hinum fjórum. Hin fjögur atriðin eiga eitthvað sameiginlegt eða eru lík á einhvern hátt.
Dæmi 1: Hvert eftirtalinna fimm atriða, sker sig frá hinum fjórum?
HUNDUR BÍLL KÖTTUR FUGL FISKUR
Svarið er bíll. Hin atriðin eiga það sameiginlegt að vera lifandi dýr. Bíll er ekki lifandi.
Einnig verður spurt á svipaðan máta um myndir eða tákn, þ.e. hver myndanna eða táknanna skeri sig frá hinum.
Dæmi 2: Hver þessara mynda/tákna, sker sig frá hinum fjórum?
Svarið er D. Allar hinar myndirnar eru samsettar úr beinum línum. En hringurinn er samsettur úr sveigðum línum.
III. Stafa- og talnarunur
Í sumum spurningum muntu fá talna- eða stafarunur sem eru í ákveðinni röð. Í stafa- og talnarununum er ákveðið mynstur eða regla. Hins vegar er einhver ein tala eða bókstafur í rununni sem ekki fylgir reglunni. Þú munt verða beðin(n) um að finna hvaða tala eða bókstafur það er.
Dæmi 1: Hvaða tala á ekki heima í þessari talnaröð?
1-3-5-7-9-10-11-13
Svarið er 10. Reglan í talnarununni hér að ofan er að byrjað er á 1 og síðan hlaupið yfir eina tölu. Allar tölurnar eru því oddatölur með eina tölu á milli sín. Hins vegar er 10 slétt tala og passar því ekki við regluna.
IV. Orðadæmi
Einnig eru nokkur dæmi orðadæmi sem þú munt verða beðin(n) um að leysa. Þú þarft ekki að nota flókna stærðfræði til að leysa þessi dæmi. Þessi dæmi reyna frekar á rökhugsun en stærðfræðikunnáttu.
Þú getur nú byrjað á prófinu. Lestu spurningarnar vandlega og svaraðu eftir bestu getu. Mundu að svara öllum spurningunum þó þú sért ekki viss um rétta svarið. Þú hefur 45 mínútur.