Áföll / Fréttir

27.11.2006

Ađ ráđa viđ sorg um hátíđarnar

Í hugum flestra eru hátíðarnar gleðilegur tími en fyrir þá sem hafa orðið fyrir missi geta þær verið erfið áminning um að ástvinurinn sé fallinn frá.


Yfirleitt er þetta tími fjölskyldunnar, vina og hláturs en fyrir fólk sem syrgir geta hátíðarnar aukið sorg og fjarlægt okkur frá því sem áður gladdi okkur segir Cynthia Bozich-Keith aðstoðarprófessor í Purdue háskóla.


Þrátt fyrir að sorgin sé mismunandi milli manna þá segir Bozich-Keith að til séu nokkur ráð sem syrgjandi manneskja getur farið eftir til að komast betur í gegnum hátíðarnar og býður hún eftirfarandi ráðleggingar:  

  • Vertu góð/ur við sjálfa/n þig. Taktu þér tíma til að hugsa aðeins um þig sjálfa/n, hvort sem það er dekur eða aðeins að slaka á.
  • Gættu þess að neyta næringarríks mataræðis, hreyfa þig, fá nægan svefn og forðast áfengi.
  • Ræddu um tilfinningar þínar við fólk sem þér er nákomið.  Leyfðu þér að tala um þann sem fallinn er frá.  Það að deila minningum getur hjálpað þér í sorgarferlinu.
  • Settu takmörk. Vertu raunsæ/r gagnvart muninum milli þess sem þú vilt gera og hvað þú getur gert og svo þess sem þú ættir að gera.  Það að eiga og verða að gera hluti kemur alltaf niður á sjálfri þér.  Það er mikilvægt að slaka á þörfinni fyrir að vera fullkomin og geta allt.  Ef þú ert vön/vanur að sjá um öll innkaup, elda, skreyta um hátíðarnar þá er kannski kominn tími til að leyfa öðrum að taka þátt í því.
  • Ekki fyllast sektarkennd þótt þú njótir þín um hátíðarnar.  Það er ekki óvirðing við minningu ástvinar þíns þótt þú hafir gaman af hlutunum.  Hann myndi vera ánægður með að vita að þú njótir þín.
  • Njóttu minninganna og leitaðu hughreystingar í þeim. Þetta er hinn ljúfsári þáttur.   Minningar okkar gefa okkur bæði tár og hlátur en þær eru einnig það sem heldur okkur gangandi í gegnum árin.
  • Sæktu hátíðaratburði eða trúarlegar athafnir ef þú ert trúuð/aður. Sumum finnst hughreystandi að gefa, í minningu um ástvin, til góðgerðarstarfa eða kirkju í hans nafni.  Hafðu í huga að það er í lagi að búa til nýjar hefðir.

Það er einnig mikilvægt segir Bozich-Keith að hafa í huga að eðlilegt er að finna fyrir dapurleika um hátíðarnar sama hversu langt er síðan missirinn varð.


Reynið að njóta minninganna og fallist á að dapurleiki og sársauki eru óhjákvæmalegar tilfinningar sem aukast á vissum tímum.  Þessar miklu tilfinningar munu líða hjá en sorg er ferli sem heldur áfram.  Ekki búast við endanlegu uppgjöri. Þetta verður auðveldara með tímanum en alltaf mun verða autt sæti við borðið segir Bozich-Keith.

medicalnewstoday.com
SJE


Til baka


 


© Copyright 2004, Persóna.is. Allur réttur áskilinn.