Ofbeldi / Fréttir

29.11.2006

Ofbeldisfullir tölvuleikir hafa áhrif á heilastarfsemi barna

Rannsakendur af læknadeild háskólans í Indiana hafa sýnt fram á að ofbeldisfullir tölvuleikir örva unga krakka og bæla niður heilasvæði sem tengjast sjálfsstjórn.

Rannsóknin sem leidd var af Dr. Vincent Matthews sýnir í fyrsta sinn á óyggjandi hátt að tölvuleikjanotkun hefur áhrif á heilastarfsemi.  Í nýlegu viðtali segir hann að rannsóknin hafi sýnt, að við spilun ofbeldisfullra tölvuleikja örvist heilasvæðið sem tengist tilfinningaörvun á meðan virkni svæða sem tengjast sjálfsstjórn minnkar.

Rannsóknin miðaði sérstaklega að því að kanna mun á heilastarfsemi þeirra sem spila ofbeldisfulla leiki og þeirra sem spila óofbeldisfulla leiki.  Fengið var þátttakendur á sama aldri og af sama kyni til að spila annars vegar ofbeldisfullan leik og hins vegar leik án ofbeldis og gangast þvínæst undir segulómun. Í ljós kom að talsverð örvun átti sér stað hjá þeim sem spiluðu ofbeldisfulla leiki en ekki hjá þeim sem spiluðu ofbeldislausa leiki.

Í ljósi töluverðrar umræðu um netfíkn að undanförnu og þeirrar staðreyndar að hagnaður af sölu tölvuleikja í bandaríkjunum var yfir 10 billjón dalir á síðasta ári eru þetta afar mikilvæg tíðindi.

EÖJ 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.