Fíkn / Spurt og svarađ

Ég ćtla ađ hćtta ađ reykja 01.01.01 og er hálf kvíđinn.


Spurning:

Ég ætla að hætta að reykja 01.01.01 með hjálp nýju pillunar, sem maður byrjar að taka viku fyrr, er hálf kvíðin að missa þessa vinkonu mína til 40 ára, get ég fengið góð ráð. Takk fyrir


Svar:

Kæra/Kæri “að missa vinkonu” Hjartanlega til hamingju með ákvörðun þína um að hætta að reykja. Stór hluti ástæðunnar að erfitt getur verið að hætta að reykja, snýst alls ekki um níkotínið heldur frekar um þennan vana sem ”vinkonan” hefur leitt þig í. Þess vegna er mikilvægt að vinna með það. Fólk telur sér td. trú um að það sé afslappandi að reykja, en nikótín er örvandi efni og getur þessvegna ekki róað neinn. Þetta er gott að minna sig á og temja sér aðrar leiðir til að slaka á. Gott er í fyrstu að reyna að forðast aðstæður þar sem þú ert líkleg/ur til að langa mjög í sígarettu. Fyrir sumum er það að forðast kaffistofuna, ef leyfilegt er að reykja þar, og fyrir aðra að forðast áfengisneyslu um einhvern tíma. Þegar löngunin verður sterk og þú ert farin að hugsa um hvað það sé nú notalegt að reykja, getur verið gott að reyna að fresta því aðeins að fá sér sígarettu og fara yfir það sem gerir það slæmt, eins og td, slæm lykt af mér, kostnaður, sjúkdómar osfrv. Það getur líka verið gott að verðlauna sig á einhvern hátt, td.leggja til hliðar þann pening sem á hverjum degi fór í sígarettur og safna sér fyrir einhverju sérstöku, sem manni langar mjög mikið í en hefur ekki getað leyft sér fyrr. Aðrar leiðir eru td. að sitja ekki lengi með löngunina í sígarettu, heldur finna sér eitthvað að gera sem hægt er að gleyma sér yfir, og þarafleiðandi hverfur löngunin allavega í bili. Svo er það bara að taka einn dag í einu. Gangi þér vel. Björn Harðarson Sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.