Međferđ / Spurt og svarađ

Ţráhyggja


Spurning:

Ég er unglingur, sem þjáist af þráhyggju. \'Eg sé kannski einhvern hlut sem mér finnst ekkert varið í og mundi aldrei vilja gera neitt með því, tökum sem dæmi dýr. Mér finnst dýr ekkert æsandi og mundi aldrei vilja gera neitt með þeim en samt fæ ég þessa tilfinningu voða skrýtna tilfinningu svona eiginlega kynferðislega en samt ekki. Samt æsa þau mig ekki neitt og mér langar svo að losna við þetta en þetta ásækjir mig svo mikið. Og mér finnst það svoleiðinlegt og mér líður eins og einhverjum perra og einhverju ógeði en mér langar ekkert að vera svona , mér líður hræðilega. Von um svör Kv sem líður ílla


Svar:

Sæll

Ef þér líður hræðilega vegna þráhyggju er full ástæða til að leita til sálfræðings. Legg til að þú byrjir á að skoða próf á síðunni okkar www.persona.is til að þú getir glöggvað þig betur á fjölda einkenna.

Líðan þín og hversu lengi þú hefur þjáðst er besti mælikvarðinn á þörfina fyrir meðferð. Það er til fleiri en ein sálfræðimeðferð sem virkar á þráhyggju og áráttu, en það er best að byrja á greiningu áður en meðferð er ákveðin.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.