Svefn / Fréttir

23.03.2007

Ómeđhöndlađ svefnleysi veldur miklum kostnađi í Bandaríkjunum

Bæði beinn og óbeinn kostnaður vegna svefnleysis hjá fullorðnum Bandaríkjamönnum er talsverður samkvæmt rannsókn sem birt var í læknisfræðitímaritinu Sleep. Líklega væri hægt að draga úr þessum kostnaði með því að meðhöndla svefnleysið á réttan hátt.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sé svefnleysi ekki meðhöndlað auki það lækniskostnað, fjarveru frá vinnu og dragi úr vinnuframlagi fólks.
Talið er að um það bil 10% fullorðinna Bandaríkjamanna þjáist af svefnleysi og aðrar rannsóknir hafa bent til að áður en fólk fái viðeigandi meðferð við svefnleysinu eyði það sjálft miklum pening í meðul sem ekki gefa nógu góða raun. Oft líður líka langur tími þar til fólk leitar sér aðstoðar við svefnleysi. Betra væri ef fólk fengi strax viðeigandi meðferð, það myndi draga úr bæði beinum og óbeinum kostnaði og auka vellíðan þeirra sem við vandamálið glíma.

Psycport.com

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.