persona.is
Haltu ástinni á lífi í sambandi þínu
Sjá nánar » Sambönd

Að halda ástinni á lífi

Haltu ástinni á lífi eftir að hveitibrauðsdögunum líkur. Það kemur að því í sambandi/hjónabandi þínu, að í stað þess að segja makanum frá tilfinningum þínum og leysa með því ágreinining, þá freistast þú til að segja við sjálfa/n þig ,,Hvaða tilgangi þjónar þetta eiginlega”? Ekki gera þau mistök. Að haldi uppi tjáskiptum við maka þinn krefst þolinmæði og þrautseigju

Ekki búast við því að þögn og afskiptaleysi sé gagnlegt til að leysa ágreining. Það er það ekki. Svo lengi sem þú og maki þinn talið saman og vinnið að því að leysa ágreining, þá er von. Þegar þið hættið að tala saman, þá deyr vonin. Haltu sambandi þínu heitu. Ef þú vanrækir samband þitt þá eitrar þú samlífið. Við lærum að vinna saman sem eining með því að tala og hlusta á hvort annað, það er það sem fær hjónaband til að vaxa og dafna.

Hvað er það sem getur skapað gjá á milli þín og maka þíns?

Losaðu þig við allt það illgresi sem getur skapað gjá í sambandi þínu. Sambands illgresi er allt það sem getur ýtt þér og maka þínum í sundur. Það sem er algengast og hættulegast er STOLT. Það er stoltið sem heldur þér frá því að biðjast afsökunar. Stoltið breytir einföldum misskilningi í langtíma vandamál.

Meira illgresi getur verið, neikvæðar athugasemdir frá vinum og fjölskyldu, of mikið vinnuálag, of mikið af áhugamálum og tómlæti. Þú getur sennilega ekki fjarlægt allt illgresið úr sambandi þínu, en þú getur fjarlægt nægilega mikið til að gefa ást þinni möguleika að vaxa.

Önnur leið sem skapar betra andrúmsloft, er að horfa alltaf á það góða í maka þínum. Maki þinn getur átt eiginleika og faldar gjafir sem þú vissir ekki um áður en þið fóruð að búa saman eða giftuð ykkur. Horfðu á þær gjafir og hrósaðu maka þínum, gefðu maka þínum viðurkenningu fyrir það sem hann er. Þú getur búið til mikið betra andrúmsloft með því að nota jákvæð orð.

Það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi, horfðu því á það sem maki þinn gerir hverju sinni og þakkaðu fyrir það. Horfðu á það góða í maka þínum og segðu það upphátt við hann, hvort sem þið eruð ein eða innan um annað fólk. Finndu gæðin og mikilvægið í maka þínum. Það er ekki hægt að hrósa of mikið eða þakka of mikið.

Ekki horfa til baka á þá liðna, það er ekki hægt að breyta því. Þið eigið bara augnablikið, þakkið fyrir það.