persona.is
Að sýna ást með snertingu
Sjá nánar » Sambönd » Tilfinningar

Að halda tilfinningalegri ást á lífi í hjónabandi gerir lífið mun ánægjulegra. Hvernig höldum við ástinni á lífi eftir ,,tilhugalífinu” er lokið? Við höldum því á lífi með því að læra kærleikstungumál hvors annars og ,,tala” það.

Þegar eiginmenn heyra ,,líkamleg snerting” þá hugsa þeir oftast um kynlíf. En kynlíf er aðeins einn þáttur líkamlegrar snertingar. Að haldast í hendur, kyssast, faðmast, nudda bakið eða halda utan um, eru allt leiðir til að sýna ást með líkamlegri snertingu.

Hvernig getur þú talað þetta kærleikstungumál?

Líkamleg snerting getur bjargað hjónabandinu eða eyðilagt það. Veist þú hvernig þú átt að tala kærleikstungumál maka þíns? Ef aðal kærleiksþörf maka þíns er líkamleg snerting, þá er ekkert mikilvægara en blíð snerting. Þú getur talað kærleiksorð eða gefið gjafir, en ekkert sýnir ástina betur en snertingin.

Snerting getur kallað á á fulla athygli þína, eins og að nudda bakið eða kynferðislegur forleikur. Snerting getur verið stutt andartak eins og að taka utan um makann þegar þú færð þér kaffibolla. Um leið og þú áttar þig á að líkamleg snerting er aðal kærleiksþörf maka þíns, þá er það aðeins ímyndunaraflið sem getur sett þér skorður. Kyssist þegar þið setjist inn í bílinn. Það getur gert ferðalagið mun innilegra. Faðmist áður en þú ferð í verslunarferð. Þú heyrir minna nöldur þegar þú kemur til baka. Mundu að þú ert að læra að tala nýtt tungumál.

,,Ég er ekki svona tilfinninga vera”

Þegar þú snertir makann blíðlega þá skapar þú tilfinningalega nærveru. Þetta á aðallega við ef að aðalkærleiksþörf maka þíns er líkamleg snerting. Þú segir ef til vill, ,,hvað ef ég er ekki svona tilfinningavera”? Ég er ekki vanur/vön svona snertingum úr uppeldinu. Góðu fréttirnar eru þær að þú getur lært að tala þetta kærleikstungumál. Það byrjar með smá snertingu á bakið eða að leggja hendina á lærið þegar þið sitjið saman í sófanum.

Erfiðir tímar – Hættuástand

Þegar eitthvað alvarlegt gerist, þá föðmum við hvort annað. Hvers vegna? Á þannig tímum þá þörfnumst við kærleika framar öllu öðru. Öll hjónabönd upplifa hættuástand eða erfiða tíma. Vonbrigði eru hluti af lífinu. Það mikilvægasta sem þú gerir fyrir maka þinn á þannig stundu er að sýna kærleika, að elska makann Ef aðal kærleikstungumál makans er líkamleg snerting, þá er ekkert mikilvægara en að faðma makann. Orð þín segja lítið en snertingin sýnir að þér er ekki sama. Á erfiðum tímum er faðmlag nauðsynlegra en þúsund orð. Líkamleg snerting er kröftugt kærleikstungumál.