persona.is
10 atriði sem fullorðnir með ADHD vilja að makar þeirra viti
Sjá nánar » ADHD » Sambönd
10 atriði sem fullorðnir með ADHD vilja að makar þeirra viti. 1)  Ég er manneskja, ég hef tilfinningar, get gefið ást og tekið á móti ást.  Ég þrái samúð, skilning og umhyggju alveg eins og þú.     Hugsanagangur minn og leið mín til að læra getur verið öðruvísi, en það breytir ekki tilfinningalegum þörfum mínum. 2) Mundu að leita að gleði í því að ég er einstakur persónuleiki. 3) Aldrei að ákveða að kæruleysisleg orð frá mér séu sögð vísvitandi,  fyrr en þú hefur rætt þetta við mig. 4) Taktu þér tíma til að læra eins mikið um ADHD og þú getur.  Að læra um það sýnir að þú metur mig. 5)  Viðurkenndu jákvæða eiginleika mína og styrkleika í stað þess að dvelja á göllum mínum og ófullkomleika. 6) Ég er með ADD/ADHD.  Ég læknast ekki af því eða losna við það, en ég get lært að stjórna einkennunum.  Suma daga gengur mér betur en aðra. 7) Ég nota ekki ADD/ADHD sem afsökun EN ÞETTA ER ÓAÐSKILJANLEGUR HLUTI AF MÉR. 8) ADHD getur valdið því að ég sé annarshugar eða viðutan.  Ef þú hefur eitthvað áríðandi sem þú vilt ræða, taktu þá frá tíma á þeim tíma dags þegar mér gengur betur einbeita mér.  Sestu niður með mér, slökktu á sjónvarpinu og vertu viss um að börnin séu komin í rúmið. 9) Gefðu mér staðfestingu á að það sé hægt að elska mig og að þú elskir mig þrátt fyrir galla mína. 10) Þó að ég sé ADHD þá er ekki þar með sagt að öll vandamál í sambandi okkar séu mér að kenna.  Viðurkenndu ábyrgð þína fyrir vandamálum sem koma upp og taktu aðra betri stefnu og komdu fram við mig eins og jafningja og sýndu að þú virðir mig sem persónu.