persona.is
Tölvuleikir geta verið uppbyggilegir
Sjá nánar » Börn/Unglingar

Tölvuleikir geta verið námstækifæri fyrir fólk á öllum aldri:
Rannsóknir benda til þess

Yfirfærsla á færninámi: Í skólastofuna, skurðstofuna og út í lífið

Boston – 116. þing Ameríska sálfræðingafélagsins

Vissar gerðir af tölvuleikjum geta haft jákvæð áhrif, aukið handlagni og fingrafimi og hæfnina til að leysa verkefni. Eiginleikar sem ekki bara nýtast nemendum heldur líka skurðlæknum og fleirum samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem voru kynntar á þingi AmSál sunnudaginn 17. ágúst.

 

Fyrsta rannsóknin var gerð á 122 5-7. bekkingum og aðferðum þeirra við að leysa þrautir í tölvuleik sem þeir voru að prófa í fyrsta sinn. Um leið og börnin voru í leiknum áttu þau að hugsa upphátt í 20 mínútur. Rannsakendur greindu hversu markviss hugsun þeirra var með tilliti til lausna á viðfangsefninu. Það kom fram að yngri börnin virtust meira bundin við skammtímamarkmið þegar þau voru að læra á leikinn. Eldri börnin höfðu meiri áhuga á leiknum sjálfum. Yngri börnin höfðu meiri þörf fyrir að einbeita sér að smáatriðum í viðfangsefninu en eldri börnin höfðu meiri yfirsýn. (Fran C. Blumberg PhD, Fordham University).

 

Önnur rannsóknin var samantekt á mörgum tilraunum sem tóku fyrir tölvuleikjaiðkun og áhrif hennar hjá framhaldsskólanemum, háskólanemum og skurðlæknum. Niðurstaðan staðfesti útkoman úr fyrri rannsóknum á áhrifum ofbeldisfullra (“blóðugra”) tölvuleika. Þeir sem voru mest slíkum tölvuleikjum voru í samanburði við hina fjandsamlegri, áttu erfiðara með að fyrirgefa og töldu ofbeldi eðlilegra. Þeir sem voru meira í félagslega uppbyggjandi leikjum lentu sjaldnar í slagsmálum í skóla og voru hjálpsamari við skólasystkin sín. Það kom líka fram að nemendur sem voru mjög mikið í afþreyingar-tölvuleikjum stóðu sig verr í skóla og var hættara við offitu. (Douglas Gentile PhD, Iowa State University).

 

Þriðja rannsókni var gerð á skurðlæknum. Þeir sem iðkuðu tölvuleiki voru 27% fljótari í aðgerðum og gerðu þriðjungi færri villur en hinir. Leikni í þróuðum tölvuleikjum segir til um hæfni í skurðstofu-saumaskap, þeir sem iðkuðu tölvuleiki voru leiknari en hinir, líka þegar tillit var tekið til kyns og skurðstofureynslu. Það voru sérstaklega leikir sem reyndu á rúmskynjun og fingrafimi sem reyndust vel til að auka og viðhalda leikni skurðlæknanna.

 

Eins og Douglas Gentile segir: “Ef við lítum á heildarmyndina sjáum við að það eru nokkrar víddir sem skipta máli: Tíminn sem fer í leikina, hvers konar innihald er í leiknum, hvað þarf að veita athygli á skjánum og hvernig maður stjórnar hreyfingunum. Þetta þýðir að tölvuleikir eru í sjálfu sér ekki góðir eða slæmir heldur áhrifamikil kennslutæki og hafa margs konar áhrif, bæði vænt og óvænt, til góðs og ills.”

Meiri upplýsingar á:

http://www.apa.org/releases/videogamesC08.html

 

Efni til frjálsra afnota (Media Information)

JSK þýddi  – þýðing til frjálsra afnota – vinsamlegast vitnið í www.persona.is