persona.is
Hvað er ofbeldi og vanræksla á barni
Sjá nánar » Börn/Unglingar » Ofbeldi
Misnotkun og vanræksla á börnum gerist í fjölskyldum frá öllum þjóðfélags stigum og í öllum félagshagfræðilegum, trúarlegum og þjóðfræðilegum hópum.  Það er enginn ein, staðfest orsök fyrir misnotkun á börnum.  Þegar misnotkun á sér stað er þetta samspil af margþættu afli sem hefur áhrif á fjölskylduna. Ákveðnum áhættuþáttum hjá foreldrum, börnum, fjölskyldum og umhverfi geta fylgt fleiri tilfelli af misnotkun barna, en þessir áhættuþættir einir eru ekki nægilegir til að misnotkunin gerist.  Ákveðnir áhættuþættir leiða ekki alltaf til ofbeldis í fjölskyldum og áhættuþáttur sem getur valdið ofbeldi í einni fjölskyldu veldur ef til vill ekki ofbeldi í annarri fjölskyldu. Það eru fjórar aðaltegundir af ofbeldi og misnotkun barna:  Líkamlegt ofbeldi, vanræksla, kynferðisleg misnotkun og andlegt ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er þegar barninu er veittur skaði með ýmsum aðferðum:  Barnið er hrist, barið (með hendi, belti eða öðru) rassskellt, sparkað í, bundið, bitið, hent til, gripið fast um handlegg eða fatnað, dregið til, hrint, brennt eða meitt á annan hátt.  Þettta er misnotkun hvort sem gerandinn ætlar sér það eða ekki. Vanræksla  er þegar barninu er ekki séð fyrir grunnþörfum þess. ·        Líkamleg vanræksla, þegar ekki er farið með veikt barn til læknis, barn hefur ekki nægan hlýjan klæðnað, hefur ekki nægan mat eða lyf,  ekki er litið nægilega vel eftir barni.  Líkamleg vanræksla er þegar barnið er skilið eftir heima áður en það hefur aldur til að geta hugsað um sig sjálft eða er lokað inni í herbergi í marga klukkutíma eða daga. ·        Menntunarleg vanræksla, þegar barni er ekki sköffuð menntun, menntun ekki fylgt eftir eða sérstökum þörfum barnsins varðandi menntun ekki sinnt. ·        Tilfinningaleg vanræksla er þegar tilfinningalegum þörfum barnsins er ekki sinnt, þe þegar barn fær ekki ást, umhyggja, hrós, samúð eða er ekki sagt að það skifti máli.  Tilfinningaleg vanræksla er þegar barn verður áhorfandi að átökum og rifrildi fullorðinna td foreldra. Það getur þó verið að hjá sumum þjóðfélögum sé ofangreint óumflýjanlegt, vegna vanþekkingar eða fátæktar.  En þegar fjölskyldur hafa upplýsingar um velferð barna en fara ekki eftir þeim þá er það vanræksla. Kynferðisleg misnotkun er þegar barn er þáttakandi í kynferðislegum athöfnum með foreldri eða öðrum einstaklingum þar sem viðkomandi á við kynfæri barns, lætur barn horfa á eða koma við kynfæri sín, lætur barn horfa á kynlífsathafnir, klámfengnar stellingar eða myndir. Kynferðisleg misnotkun er þegar barni er nauðgað, selt í kynlífsathafnir eða notað í klámfengið ljósmyndaefni Andlegt eða tilfinningalegt ofbeldi er allt það munstur hegðunar sem verður til þess að tilfinningalegur þroski barns skaðast eða barnið tilfinningalega og skilningur á hvers virði það er.  Þetta getur verið stanslaus gagnrýni (þú ert ómöguleg, þú ert óþolandi, þú ert leiðinleg, drusluleg, heimsk osfrv), hótanir (ef þú hlýðir ekki eða gerir þetta ekki þá …), þegar gert er grín að barni þar til það finnur til, þegar barni er sagt að það geri aldrei nógu vel eða að það geti aldrei gert neitt rétt.  Andlegt ofbeldi er höfnun, ástleysi, skortur á stuðningi og leiðbeiningum. 3 atriði sem “góðir” foreldrar gera en geta skaðað barnið: Öll þekkjum við þegar fullorðnir eru að kasta börnum upp í loft og grípa þau.  Með vaxandi þekkingu á því hvernig heili barna þroskast, þá kemur í ljós að þessi tegund af leik getur verið hættulegur. Ungabörn eru sérstaklega viðkvæm fyrir meiðslum ef þau eru hrist fyrstu 12 mánuði ævinnar.  Jafnvel fjögurra ára börn geta orðið fyrir heilaskaða ef þau eru hrist harkalega. Þar sem ungbörn hafa stórt höfuð og veika hálsvöðva þá geta snöggar hreyfingar (Whiplash motion) á höfði barnsins valdið því að æðar rifni og valdið blæðingu í höfði (intracranial bleeding) og heilaskaða.  Mögulegar afleiðingar eru dauði, heilaskaði, lömun, blinda, heyrnarskaði, þroskahefting, vandamál við nám og fl.  Oftast eru engin sjáanleg merki um skaða, einu merkin gætu verið flensueinkenni. Samskonar skaði getur orðið vegna ofbeldis á barni sem kallast “SBS eða Shaken Baby Syndrome”. En það gerist þegar barn er hrist harkalega og gerist oftast þegar barn vill ekki hætta að gráta. Það getur hlotist samskonar skaði á barni þegar verið er að leika “flugvél” þe þegar haldið er í úlnlið og ökkla barns og því sveiflað. Ef barn sem hefur hætt að anda er hrist harkalega til að fá það til að anda aftur þá getur barnið skaðast á fyrrgreindan hátt.  Í stað þess að hrista barnið á að hringja í 112 og fylgja leiðbeiningum um endurlífgun. Hvaða einkennum eigum við að vera vakandi fyrir hjá börnum og hvernig  vitum við að barn verður fyrir ofbeldi eða misnotkun? Líkamlegt ofbeldi: 1.     Óútskýrðir brunablettir, skurðir, marblettir eða sár eftir hluti. 2.     Merki um bit. 3.     Andfélagsleg hegðun 4.     Vandamál í skóla 5.     Hræðsla við fullorðna Andlegt ofbeldi: 1.     Deyfð eða sinnuleysi 2.     Þunglyndi 3.     Streita 4.     Fjandsamlegur 5.     Einbeitingarskortur 6.     Átröskun Kynferðisleg misnotkun: 1.     Óviðeigandi. áhugi á kynlífi 2.     Óeðlileg þekking á kynlífsathöfnum. 3.     Martraðir 4.     Pissar undir 5.     Miklar breytingar á matarlyst 6.     Árásarhneigð 7.     Yfirgangur 8.     Hræðsla við ákveðna persónu eða fjölskyldumeðlim. Vanræksla: 1.     Óviðunandi klæðnaður í vondum veðrum (vantar regnföt, stígvél, úlpu, viðeigandi skó, snjógalla) 2.     Er ekki baðað og/eða er í skítugum fötum 3.     Hungrað 4.     Augljós vöntun á eftirliti Hvernig komum við í veg fyrir ofbeldi eða misnotkun á börnum? Við komum í veg fyrir misnotkun með forvörnum, með því að styrkja fjölskylduna.  Með aukinni menntun foreldra, uppeldis námskeiðum þegar von er á barni, þegar barn fer í leikskóla og skóla, með heimsóknum og stuðningshópum þá geta margar fjölskyldur fengið þann styrk og stuðning sem þær þurfa til að standa saman og hugsa vel um börnin sín á heimilunum og í samfélaginu.  Forvarnir hjálpa foreldrum að þróa foreldrafærni, skilja kostina við ofbeldislausan aga.  Foreldrarnir læra að skilja og mæta tilfinningalegum, líkamlegum og andlegum þörfum barnsins.  Forvarnir geta líka hjálpað foreldrum að sjá hvaða aðrar þarfir barnið hefur og geta þá betur mætt þeim þörfum og leitað aðstoðar ef með þarf . Að fylgja einföldum reglum getur komið í veg fyrir ofbeldi á börnum: Ekki aga barnið þitt þegar þú ert í slæmu skapi eða reið/ur. Taktu virkan þátt í lífi barnsins þíns og vertu viss um að þekkja vini þess. Aldrei að skilja barnið eftir eftirlitslaust td í bíl. Kenndu barninu þínu að þekkja muninn á “góðri, eðlilegri snertingu” og “vondri, óeðlilegri snertingu” eða “snertingu sem er tvíræð”. Taktu mark á því ef barnið þitt segir að það vilja ekki vera hjá eða með einhverjum, þetta gæti verið hættumerki.  Hlustaðu á barnið þitt og trúðu því sem það segir. Fylgstu vel með breytingum á hegðun barnsins og spurðu það. Kenndu barninu þínu hvað það á að gera ef það villist frá þér þegar þið eruð í burtu frá heimilinu. Kenndu barninu þínu rétt nöfn á öllum líkamshlutum, sérstaklega kynfærum. Kenndu barninu þínu að fara aldrei með neinum ókunnugum, þó að það sé boðin bílferð, sælgæti eða annað. Vertu á verði ef þú heyrir barnið þitt tala um kynlífsathafnir sem það hefur ekki aldur til að vita um eða þekkja. Taktu eftir og vertu á verði ef einhver sýnir barninu þínu meiri áhuga en eðlilegt er. Vertu viss um að leikskólinn, dagmamman, skólinn eða annar sem gætir barnsins sendi það ekki heim með neinum sem það þekkir ekki eða þú hefur gefið leyfi til að sækja barnið.