Um Persóna

Upplýsingar

Vefurinn persona.is er rekinn af Meðferðu ehf., stofnuð sumarið 2005. Tilgangur með því að setja vefinn á laggirnar var að veita landsmönnum ókeypis aðgang að ítarlegum upplýsingum um vandamál sem geta hrjáð mannshugann, lausnir við þeim og leiðir til að vaxa og dafna í lífi og starfi. Einnig að geta veitt landanum kost á því að fá ráðgjöf óháð því hvar fólk býr á landinu

Notendur geta líka nýtt sér aðra þjónustu. Á umræðum vefsins gefst notendum að hitta annað fólk með svipuð vandamál og þeir eiga við að stríða og bera bækur sínar saman við það.

Við hvetjum notendur sem telja sig hafa eitthvað fram að færa að senda okkur reynslusögu sína eða annað efni á persona@persona.is

Einkunnarorð persona.is eru:
a) Trúnaður
b) Fagmennska
c) Áreiðanleiki

Þessi orð eru ekki sett fram að óþörfu þar sem talið er að 17.000 vefir í Bandríkjunum innihaldi margskonar heilsufarslegar upplýsingar eða ráð en aðeins 200 þeirra séu í umsjón fagfólks.

Á persona.is er auðvelt að leita upplýsinga um lausnir vandamála sem hrjá okkur eða aðstandendur okkar. Með tilkomu vefsins hefur aðgengi landsmanna að slíkum upplýsingum verið bætt til muna og stórlega komið til móts við fólk á landsbyggðinni. En það er ekki eingöngu lausnir vandamála sem hægt er að leita að á persona. is, vefurinn býður einnig upp á efni um persónulega líðan og leiðir til að vaxa og dafna, í lífi og starfi. Ef þú hefur eitthverjar spurningar, ábendingar eða með fyrirspurn þá endilega samband við okkur. Allar ábendingar eru vel þegnar enda er vefurinn í sífelldri þróun.

Vefur þessi kemur ekki í staðinn fyrir einhvers konar meðferð eða greiningu lækna og annarra fagaðila. Við reynum eftir fremsta megni að hjálpa fólki með vandamál sín og reynum að efla skilning þeirra á vandamáli sínu, eða annarra. Ef um er að ræða vanda sem þarfnast læknisfræðilegar eða sálfræðilegrar meðferðar þá bendum við einstaklingi að leita til fagaðila með vanda sinn eins fljótt og auðið er. Fólk í sjálfsvígshugleiðingum ætti ávallt að hringja í 112 strax

Allt efni á vefnum er í eigu © Meðferð ehf  allur réttur áskilin

Netfang: persona@persona.is

Notendaskilmálar

Vinsamlegast kynntu þér vandlega eftirfarandi skilmála í heild. Leyfi þitt til að skoða og nota Internetþjónustu Meðferð ehf. er háð því að þú skiljir þessa skilmála og samþykkir þá. Ef þú skoðar eða notar þær upplýsingar og/eða þá þjónustu sem Meðferð ehf. veitir á Internetinu lítum við svo á að þú bæðir skiljir og samþykkir skilmálana. Meðferð ehf. áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessum skilmálum einhliða og fyrirvaralaust en félagið mun kynna slíkar breytingar á vef sínum. Ef þú skoðar eða notar upplýsingarnar og/eða þjónustuna eftir að breytingarnar hafa verið kynntar lítur Meðferð ehf. svo á að þú bæði skiljir og samþykkir breytingarnar. Meðferð ehf. hvetur þig því til að kynna þér hvort breytingar hafa verið gerðar á skilmálunum hvert sinn sem þú skoðar eða notar Internetþjónustu félagsins. Neðst í skjalinu kemur fram um hvaða útgáfu skilmálanna er að ræða.

Almennt

Þessir skilmálar gilda á milli þín, notandans, og okkar, Meðferð ehf. Á Internetinu rekum við upplýsinga- og þjónustuvefsíðuna www.persona.is. Þessi vefsíða, aðrar vefsíður á okkar vegum sem við veitum aðgang að í gegnum eða í tengslum við vefsíðuna, hugbúnaður á þessum vefsíðum og tölvupóstur og aðrar sendingar og efni sem þú færð í tengslum við vefsíðuna frá okkur, umboðsmönnum okkar eða samstarfsaðilum, verða hér á eftir í heild nefnd vefurinn. Upplýsingar og þjónusta sem veittar eru á vefnum eða í tengslum við vefinn verða hér á eftir í heild nefndar þjónustan. Skilmálar þessir gilda um notkun þína á þjónustunni. Það telst notkun í þessu sambandi þótt þú skoðir eingöngu þjónustuna.

Skilmálar þessir koma í stað og gilda framar öllum samningum, yfirlýsingum eða venjum sem kunna að vera fyrir hendi milli þín og okkar vegna notkunar á þjónustunni, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Skilmálar þessir gilda til fyllingar öllum öðrum skilmálum og samningum sem finna má eða gerðir eru á vefnum eða í tengslum við hann, nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Skilmálar þessir taka mið af eHealth Code of Ethics (sjá www.ihealthcoalition.org), HONcode principles of the Health On the Net Foundation (sjá www.hon.ch) og íslenskum lögum. Íslensk lög gilda um skilmálanna og eru þeim til fyllingar.

Íslensk lög gilda til úrlausnar á ágreiningsmálum sem kunna að koma upp vegna skilmálanna eða notkunar á þjónustunni. Á okkar vegum starfar fagráð Meðferð sem í eru hæfir sérfræðingar á sviði geðheilbrigðismála. Ágreiningsmál vegna skilmálanna eða notkunar á þjónustunni skulu lögð fyrir fagráð Meðferð til sáttaumleitana innan árs frá því að notkunin átti sér stað, annars falla allar kröfur á grundvelli þeirra niður. Takist ekki sættir um ágreiningsmál skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skal slíkt dómsmál höfðað innan árs frá því að meðferð ágreiningsmáls lauk fyrir fagráði Meðferð, annars falla allar kröfur á grundvelli ágreiningsmálsins niður.

Verði hluti þessara skilmála talinn ógildur af bærum yfirvöldum eða dómstólum skal það ekki hafa áhrif á gildi skilmálanna að öðru leyti.

Viljir þú koma á framfæri tilkynningum til okkar á grundvelli skilmálanna skulu þær vera skriflegar og sendar til vefstjóra okkar á tölvupósti persona@persona.is. Tilkynningar skulu teljast mótteknar þegar þær berast sannanlega til okkar.

Þegar tekið er fram í skilmálum þessum að efni, svo sem tilkynningar eða samþykki, skuli vera skriflegt er fullnægjandi að það sé sent með rafrænum hætti.

Tilgangur vefsins

Vefurinn er eingöngu ætlaður til fræðslu og upplýsingaöflunar fyrir þig til að gera þér kleift að öðlast meiri skilning og öryggi á sviði heilbrigðismála og til að þú getir áttað þig á þeim möguleikum sem standa til boða til að takast á við vandamál á þessu sviði.

Þjónustan sem veitt er miðar að því að aðstoða notendur vefsins við að viðhalda heilsu og koma í veg fyrir tjón á henni, að takast á við ýmiss konar vandkvæði og að taka aðrar ákvarðanir í tengslum við Meðferð og vörur og þjónustu sem tengjast henni.

Þjónustan getur bæði verið í formi almennra upplýsinga og í formi persónubundinna svara við fyrirspurnum sem þú sendir inn. Í sumum tilvikum þarft þú að greiða fyrir slíkar fyrirspurnir en að öðru leyti er hvorki seld vara né þjónusta á vefnum.

Þjónustan á vefnum kemur ekki í staðinn fyrir ráðgjöf og meðferð fagfólks og það samband sem þú kannt að hafa við slíka aðila enda er það ekki ætlunin. Við mælum ekki með því að þú byggir ákvarðanir þínar á sviði heilbrigðismála eingöngu á þjónustunni. Ef þú hefur áhyggjur af heilsu þinni ættir þú að leita eftir milliliðalausri ráðgjöf og meðferð hjá fagfólki og hitta það í eigin persónu. Fólk í sjálfsvígshugleiðingum ætti ávallt að hringja í 112 strax.

Aðgengileg þjónusta og samskipti

Við höfum það að leiðarljósi að auðvelt verði að nálgast þjónustuna og frekari fræðslu og stuðning ef svo ber undir. Á öllum síðum vefsins verður að finna netfang vefstjóra persona@persona.is sem þú getur ráðfært þig við um þetta. Sömuleiðis hvetjum við þig til að hafa sambandi við vefstjóra gegnum netfang hans ef þú hefur spurningar eða athugasemdir í tengslum við vefinn, rekstur hans eða skilmála þessa. Munum við yfirfara, svara og bregðast málefnalega við slíkum sendingum við fyrsta tækifæri.

Takmarkanir vegna aldurs o.fl.

Þjónustan sem veitt er á vefnum varðar oft vandasöm málefni sem þroska, reynslu, skilning og jafnvægi þarf til að vinna með. Ef þú ert yngri en 18 ára eða ef svo er ástatt um þig að öðru leyti að hætt er við að þig skorti þá eiginleika sem þarf til að nota þjónustuna sjálfstætt, svo sem vegna vímuefnavanda eða alvarlegs geðsjúkdóms, mælum við ekki með að þú notir vefinn og þjónustu hans án aðstoðar þinna lögráðamanna eða fagfólks. Aðgangur að vefnum og notkun þjónustunnar eru ætluð fólki sem er eldra en 18 ára og býr yfir þroska, reynslu, skilning og jafnvægi að því marki sem nauðsynlegt er til að nota þjónustuna. Ef þú notar þjónustuna gerum við ráð fyrir að þetta eigi við um þig. Við berum enga ábyrgð á því ef aðilar sem uppfylla ekki þessi skilyrði nota þjónustuna án heimildar.

Uppruni þjónustunnar og breytingar á henni

Þjónustan sem við veitum á vefnum er margs konar og stafar frá aðilum sem við berum traust til og hafa fagþekkingu á því sviði sem vefurinn nær til. Að því leyti sem þjónustan varðar heilsufar og læknisfræðilega ráðgjöf stafar hún í flestum tilvikum frá fagfólki með tilskilin réttindi. Stafi þjónustan frá aðilum sem hafa ekki tilskilin réttindi verður þess skýrt getið. Munum við fara fram á að þeir aðilar sem þjónustan stafar frá fylgi tilgangi okkar og markmiðum og fari eftir eHealth Code of Ethics og HONcode principles of the Health On the Net Foundation á hverjum tíma eftir því sem við á. Sé þjónustan tekin af öðrum vefsíðum verður leitast við að vísa á þær með tengli.

Markmið okkar er að þjónustan verði í hæsta gæðaflokki. Við höfum það að leiðarljósi að upplýsingar á vefnum um vörur og þjónustu séu byggðar á nýjustu upplýsingum og fullnægjandi gögnum, að þær séu hlutlægar og nákvæmar, að þær séu fullnægjandi og skiljanlegar fyrir leikmenn, að þær villi ekki um fyrir notendum, að þær taki ekki mið af hagsmunum einstakra framleiðenda eða þjónustuaðila og að fram komi í þeim hvort varan eða þjónustan njóti opinberrar viðurkenningar, sé notkun hennar háð slíkri viðurkenningu. Markmið okkar er að við framsetningu upplýsinga komi eftir föngum fram á hverju þær séu byggðar, hversu áreiðanlegar eða umdeildar þær eru og hvaða valkostir séu fyrir hendi á því sviði sem þær ná til. Markmið okkar er að allar fullyrðingar á vefnum um árangur tiltekinnar meðferðar, vöru eða þjónustu verði studdar viðeigandi og hlutlægum gögnum. Auglýsingar og efni af sama toga lýtur þó öðrum lögmálum en slíkt efni verður skýrt aðgreint frá öðru efni, sbr. fjármögnun og rekstur vefsins.

Við reynum að ná tilgangi okkar og markmiðum í samvinnu við Landlæknisembættið, hæfa sérfræðinga á sviði geðheilbrigðismála og fagráð Meðferð, sem starfar á okkar vegum og samanstendur af hæfum sérfræðingum á sviði geðheilbrigðismála.

Við endurskoðum og endurnýjum reglulega þjónustu vefsins með hliðsjón af tilgangi okkar og markmiðum, eins og þau koma fram í skilmálum þessum, og getur hún því breyst fyrirvaralaust.

Vefstjóri okkur tekur með hliðsjón af tilgangi okkar og markmiðum, eins og þau koma fram í skilmálum þessum, endanlegar ákvarðanir um þjónustuna og auglýsingar á vefnum og endurskoðun og endurnýjun í því sambandi. Er hann í þeim efnum óháður þeim hagsmunum sem einstakir hluthafar, stuðningsaðilar, samstarfsaðilar eða auglýsendur okkar kunna að hafa, sbr. fjármögnun og rekstur vefsins.

Ábyrgð á vefnum og þjónustunni

Kenningar á sviði geðheilbrigðismála eru margslungnar, mismunandi og breytingum háðar. Við getum ekki ábyrgst gæði þjónustunnar, t.d. hraða hennar eða að ekki sé byggt á úreltum, röngum eða ófullkomnum upplýsingum, en þeir aðilar sem þjónustan stafar frá bera ábyrgð á henni eftir almennum reglum. Verðum við varir við að gæði þjónustunnar séu ekki fullnægjandi munum við ávallt leitast við að bæta úr því á sem skjótastan hátt. Ert þú hvattur til að senda okkur ábendingar um þetta.

Við semjum við þá sem veita þjónustuna um framlag þeirra. Við ábyrgjumst hins vegar ekki á neinn hátt að þjónustan sé fullnægjandi fyrir einhver tiltekin afnot, að hún brjóti ekki gegn hugverkarétti eða öðrum rétti þriðja aðila eða að hún uppfylli opinberar kröfur. Hið sama á við upplýsingar eða þjónustu sem veittar eru af aðilum sem nefndir eru eða vísað er til á vefnum eða í tengslum við hann, m.a. gegnum tengla.

Sé gæðum þjónustunnar ábótavant kann gjald fyrir hana að verða fellt niður, sbr. skilmálar vegna kaupa þjónustunni. Samkvæmt framansögðu verðum við hins vegar ekki krafin um bætur fyrir neins konar tjón, hvorki beint né óbeint, sem þú eða aðrir kunna að verða fyrir vegna þess að gæðum þjónustunnar var ábótavant, vegna notkunar á vefnum eða vegna þess að ekki var unnt að nota vefinn.

Starfsmenn okkar og umboðsmenn hafa ekki heimild til að axla á okkur ábyrgðir í andstöðu við framangreint.

Hefji þriðji aðili málarekstur á hendur okkur vegna notkunar þinnar á þjónustunni verður þú að verja okkur í slíkum málum og bæta okkur það tjón sem við kunnum að verða fyrir vegna þeirra.

Við berum enga ábyrgð á töfum eða truflunum á gæðum þjónustunnar eða öðru tengt vefnum vegna óviðráðanlegra atvika (force majeur), svo sem verkfalla, náttúruhamfara eða styrjalda.

Aðrir vefir

Á vefnum er að finna tengla á aðra vefi sem eru valdir með hliðsjón af tilgangi okkar og markmiðum, eins og þau koma fram í skilmálum þessum. Við ráðum hvorki efni þessara vefja né rekum við þá. Við ábyrgjumst ekki upplýsingar, vörur og þjónustu sem veitt eru á slíkum vefjum, frammistöðu vefjanna að öðru leyti eða tjón sem þú kannt að verða fyrir af notkun þeirra.

Tölvuvírusar o.fl.

Við getum ekki ábyrgst að vefurinn eða vefir sem hann vísar til, m.a. með tenglum, séu lausir við tölvuvírusa eða annað sem getur verið skaðlegt tölvum eða hugbúnaði. Þú verður sjálfur að fyrirbyggja mögulegt tap að þessu leyti með nauðsynlegum vörnum, t.d. vírusvarnarforritum.

Notkun á vefnum og þjónustunni

Þú hefur leyfi til að nota vefinn og þjónustuna í samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem settar eru upp á vefnum.

Þú mátt ekki með nokkrum hætti reyna að komast yfir trúnaðarupplýsingar um okkur eða aðra notendur vefsins, þ.e. upplýsingar sem rekja má beint til annars, þekkts notanda og sem trúnaður á að ríkja um, m.a. gagnvart þér.

Leyfi til að nota vefinn og þjónustuna felur ekki í sér neins konar framsal (license) höfundaréttar til að nota þann hugbúnað sem finna má á eða í tengslum við vefinn.

Þú mátt vista eða prenta út, til notkunar fyrir þig sjálfan eða þína nánustu, þær almennu upplýsingar sem eru á vefnum og þær upplýsingar sem þú færð aðgang að þegar þú notar þjónustuna, enda sé ekki um trúnaðarupplýsingar að ræða um okkur eða aðra notendur vefsins. Þær upplýsingar sem þannig eru vistaðar eða prentaðar út eru í grein þessari, hvort sem um er að ræða upplýsingarnar í heild eða hluta þeirra, nefndar efnið. Með þínum nánustu er átt við maka þinn, hvort sem er í hjúskap eða í sambýli, þá sem eru skyldir eða mægðir þér í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdir þér með sama hætti vegna ættleiðingar og nána vini eða samstarfsmenn.

Þú mátt ekki dreifa efninu til annarra en þinna nánustu. Þú mátt búa til allt að þrjú eintök af efninu til notkunar samkvæmt framangreindu. Við eintakagerð og dreifingu efnisins verður þú að gæta að efnið beri með sér að það sé tekið af vefnum og hver höfundur þess sé þegar það er prentað út eða vistað niður. Þú verður að virða rétt okkar til vörumerkja.

Þú mátt ekki gera eintök af efninu eða dreifa því í breyttri mynd.

Þú mátt ekki nota efnið með nokkrum hætti sem felur í sér skerðingu á heiðri eða sérkenni höfunda efnisins eða okkar, felur í sér samkeppni við okkur, er skaðlegt fyrir rekstur okkar eða felur í sér tilfinningalegan eða fjárhagslegan skaða fyrir aðra notendur vefsins.

Það sama og að framan greinir á eftir því sem við á við allar upplýsingar sem þú nálgast á vefnum, þótt þú hvorki vistar þær né prentar þær út.

Fyrir aðra notkun á vefnum og þjónustu hans en heimiluð er í skilmálum þessum verður þú að fá fyrirfram sérstakt, skriflegt, skýrt leyfi okkar sem eiganda höfundaréttar og annarra sem kunna að eiga höfundarétt að þjónustunni að hluta til eða í heild.

Synjun á aðgangi

Við áskiljum okkur ótakmarkaðan rétt til að synja þér um aðgang að vefnum um stundarsakir eða að fullu m.a. í eftirfarandi tilvikum:

  • Ef ekki þykir rétt að þú notir vefinn og þjónustu hans sjálfstætt í ljósi ákvæða takmarkana vegna aldurs o.fl. og þú notar vefinn samt sem áður án samráðs við lögráðamenn þína eða fagfólk.
  • Ef þú notar vefinn með ólögmætum eða ósiðlegum hætti eða ef notkun þín felur að öðru leyti í sér misnotkun á vefnum.
  • Ef þú án heimildar nálgast eða reynir að nálgast trúnaðarupplýsingar sem finna má á vefnum eða í tengslum við hann.
  • Ef þú veldur skemmdum á vefnum og/eða þjónustunni eða ef notkun þín á vefnum hefur almennt slæm áhrif á vefinn og/eða þjónustuna.
  • Ef þú veitir okkur rangar upplýsingar sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á þá þjónustu sem þér er veitt á vefnum.
  • Ef þú ferð ekki eftir þeim leiðbeiningum og reglum sem gilda um kaup á þjónustunni eða ef þú stendur ekki í skilum við okkur vegna kaupa á þjónustunni.
  • Ef þú ferð að öðru leyti ekki eftir skilmálum þessum um notkun á þjónustunni.

Fjármögnun og rekstur vefsins

Við erum ekki hluti af hinu opinbera íslenska heilbrigðiskerfi.

. Til að fjármagna vefinn höfum við tekjur m.a. frá stuðningsaðilum og auglýsendum.  Þeir sem vilja styðja vefinn eða auglýsa er bent að hafa samband við persona@persona.is

Sé farið af vefnum gegnum tengla inn á vefsíður sem tengjast hluthöfum, stuðningsaðilum, helstu samstarfsaðilum eða auglýsendum okkar mun það koma skýrt fram. Þessir aðilar hafa ekki áhrif á niðurstöður leitarvéla vefsins.

Hvetjum við þig til að hafa samband við vefstjóra okkar teljir þú hluthafa, stuðningsaðila, helstu samstarfsaðila eða auglýsendur okkar eða síður sem vefurinn er með tengla inn á brjóta gegn lögum eða siðareglum.

Gildir frá 15. mars 2005.