Kvíđi / Fréttir

19.08.2009

Sjálfshjálparbók fyrir kvíđin og áhyggjufull börn.

 
Hvað get ég gert við of miklar áhyggjur? er nýútkomin sjálfshjálparbók fyrir börn. Bókin veitir börnum og foreldrum þeirra tækifæri til aukins skilnings á því hvað einkennir hugsun barna með áhyggjur og kvíða og hvernig áhyggjur eru tilkomnar, auk þess að bjóða lausnir sem reynst hafa gagnlegar til að draga úr þeim. Bókin byggir á hugmyndarfræði hugrænnar atferlismeðferðar og inniheldur m.a. verkefni fyrir börnin, sem og leiðbeiningar og fræðslu fyrir foreldra. Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn í því að vinna bug á ofvöxnum áhyggjum

Bókin er 80 blaðsíður, efni hennar er sett fram með einföldum og skiljanlegum hætti og hún er skemmtilega myndskreytt. Höfundur bókarinnar er Dr. Dawn Huebner, en þýðendur og útgefendur eru sálfræðingarnir Árný Ingvarsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir.
 
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu bókarinnar.

Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.