Međferđ / Fréttir

09.04.2009

Heilbrigđisfyrirtćki sem sérhćfir sig í međferđ viđ átröskun.

Prisma er heilbrigðisfyrirtæki sem býður upp á meðferð og stuðning fyrir fólk með átraskanir. Prisma hefur verið starfandi frá árinu 2004 og hefur boðið upp á þverfaglega þjónustu. Tilgangur Prisma er að hjálpa einstaklingum með átraskanir við að ná bata og að vinna í að fækka átröskunum. Í Prisma eru starfandi félagsráðgjafi, geðhjúkunar- og fjölskyldufræðingur, heilsuráðgjafi, listmeðferðarfræðingur, og ráðgjafi. Starfssemi Prisma gengur út á að veita meðferð, stuðning og fræðslu, fólki með átraskanir og fjölskyldum þeirra. 12 spora kerfið er samtvinnað meðferðinni . Í  meðferðinni er unnið með sjálfsmynd, líkamsmynd, vilja, styrk, ábyrgð, samskipti, næringu, kvíða, vanlíðan, hlutverk aðstandenda og fleira. Boðið er upp á fræðslu um átraskanir fyrir fagaðila, menntastofnanir og almenning. Vefslóð prisma er prismasetur.is


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.