Vinnan / Fréttir

24.09.2008

Börn hafa áhyggjur af fjármálum

Bandaríkjunum hafa sérfræðingar tekið eftir því að eftir því sem efnahagur versnar og fjármál heimilanna verða erfiðari eru það ekki bara þeir fullorðnu sem hafa áhyggjur heldur hafa áhyggjur barna af sömu hlutum aukist.

Börnin hafa áhyggjur af því hvort foreldrar þeirra geti keypt í matinn eða þau hafa áhyggjur af því að þurfa að flytja inn til annarra fjölskyldumeðlima vegna þess að foreldrar þeirra geti ekki greitt af húsnæðislánum.
Afleiðingarnar eru þær að börnin fá kvíðaeinkenni eins og magaverk og svefntruflanir. Kennarar segja að það sé erfitt fyrir börnin að einbeita sér í skólanum þegar hugur þeirra sé annarsstaðar og þau hafi áhyggjur af því hvort þau þurfi að flytja, hvort rafmagnið verði tekið af eða hvort einhver geti sótt þau í skólann ef það er ekki til peningur fyrir bensíni. Oft eru þetta börn sem þangað til fyrir skömmu hafa haft allt til alls.
George Schulz, sálfræðingur sem hefur verið við störf í 25 ár, segir að þeir efnahagsörðugleikar sem fólk glímir við í dag séu að vissu leyti ólíkir þeim sem áður hafi gengið yfir. Nú sé fólk oft í verulegri hættu á að missa heimili sín og það auki óöryggið mjög mikið. Hann segir einnig að foreldrar ræði fjármál sín of mikið við börn í dag. Ekki sé hægt að ætlast til þess að börnunum að þau verði þátttakendur í skipulagningu fjármála heimilisins. Það valdi þeim einungis ónauðsynlegum kvíða að vita of mikið.

Orlandosentinel.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.