Samskipti / Fréttir

19.09.2008

Sálfrćđingar greiđa atkvćđi gegn ţátttöku í yfirheyrslum

Félagar í helsta sálfræðingafélagi Bandaríkjanna (APA) hafa grett atkvæði með tillögu sem bannar félögum þess að taka þátt í yfirheyrslum sem fara fram í fangabúðum bandaríkjahers í Guantanamo á Kúbu og í öðrum fangabúðum á vegum hersins þar sem samtökin telja að alþjóðalög séu brotin.
Bannið þýðir að félagar í bandaríska sálfræðingafélaginu (APA) mega ekki aðstoða við yfirheyrslur hersins í fangabúðunum á Guantanamo eða öðrum líkum svæðum. Félagar samtakanna mega einungis vinna að mannúðarmálum eða með samtökum sem ekki eru á vegum ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þessum svæðum.
Þessi nýja stefna mun taka gildi á næstu ráðstefnu samtakanna sem verður í ágúst 2009 þó sennilega verði byrjað að fylgja stefnunni eftir fyrr.
Bannið við þátttöku í yfirheyrslum gerir stefnu bandaríska sálfræðingafélagsins líkari stefnu bandaríska læknafélagsins og samtökum geðlækna.
Sálfræðingafélag Bandaríkjanna (APA) hefur þó fáar leiðir til að framfylgja þessu banni en það er þó líklegt að bannið verði hluti af siðareglum félagsins. Þá væri hægt að vísa úr félaginu þeim sem brjóta bannið og taka á einhvern hátt þátt í yfirheyrslum á fyrrnefndum svæðum.

Psycport.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.