Fíkn / Fréttir

11.09.2008

Hvers vegna eiga svo margir erfitt međ ađ standast reykbindindi?

Þegar reykingamenn eru ekki á því stigi að þá er farið að langa í næstu sígarettu vanmeta þeir sennilega hversu sterk tóbakslöngun getur orðið í nánustu framtíð. Niðurstaða rannsóknar bendir til þess að þetta geti verið ein ástæða fyrir því að svo margir standast ekki reykingabindindið. Fólk ákveður að fara í reykingabindindi eða hætta að reykja þegar það langar ekki í sígarettu og ofmetur því getu sína til að standast bindindið. Það gleymir því hve sterk löngunin verður.

Í rannsókninni sem birt var í Psychological Science voru 98 þátttakendur sem komu í tvö viðtöl. Hluti þeirra var beðinn um að reykja ekki í tólf klukkustundir fyrir fyrsta viðtalið en voru látnir vekja löngun í sígarettu með því að halda á sígarettu rétt fyrir viðtalið án þess að kveikja í henni. Hinn hluti þátttakenda mátti reykja alveg þangað til kom að fyrsta viðtalinu. Í fyrsta viðtalinu voru þátttakendur svo spurðir hversu mikla peninga þeir þyrftu eða vildu til að fresta því að kveikja í sígarettu í síðara viðtalinu. Þátttakendur í báðum hópum máttu ekki reykja í tólf klukkustundir fyrir síðara viðtalið.

Þegar þátttakendur voru spurðir hversu mikla peninga þeir vildu eða þyrftu til að fresta því að kveikja í sígarettu um fimm mínútur í síðara viðtalinu kom í ljós að þeir sem fengu ekki að reykja í tólf klukkustundir fyrir fyrra viðtalið báðu um talsvert meiri peninga en þeir sem fengu að reykja fyrir fyrra viðtalið.

Höfundar rannsóknarinnar telja þessar niðurstöður benda til þess að reykingamenn vanmeti hversu sterk löngun þeirra í sígarettur verði í framtíðinni. Þeir telja ennfremur að niðurstöðurnar geti orðið til þess að auðveldara verði að hjálpa fólki að hætta að reykja.

Psycport.com

ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.