Nám, starf og lífiđ / Fréttir

02.09.2008

Gull og silfur - ADHD

Frétt af Medscape Medical News og 24 stundum

Michael Phelps, margfaldur OL-meistari í sundi tekur nú þátt í átaki við að auka vitund um athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) og að fullvissa börn með þessa röskun um að þeim geti gengið vel. Michael Phelps hefur 14 sinnum unnið gull á OL (þar af 8 í Peking) var líka greindur með ADHD þegar hann var 9 ára. Hann var með dæmigerð einkenni, athyglisbrest og truflandi hegðun. Í dag vinna Michael og móðir hans, Deborah að því að upplýsa almenning um möguleika á velgengni þrátt fyrir þessa röskun.

Í byrjun keppnisferils þurfti Michael stundum að sitja á bekknum vegna þess hve hann var óstýrilátur, en Deborah tók eftir því að hann varð fljótt mjög einbeittur á sundmótum. Það var eins og hann efldist við áskorun í keppni.

Móðir landsliðsmarkmanns í handbolta segir svipaða sögu í 24 stundum. Sonur hennar var greindur með ADHD en hún vildi ekki að hann færi á lyf. Hann naut sín í íþróttum og varð keppnismaður í handbolta, með silfri á OL.

Það er sameiginlegt í báðum sögum að mæðurnar eru í lykilhlutverki við að koma drengjunum sínum til manns.

JSK


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.