Sjálfstraust / Fréttir

15.08.2008

Íţróttasálfrćđi á OL

Íþróttasálfræði á OL 2008

Tímarit Ameríska sálfræðingafélagsins, Monitor on Psychology, fjallaði um íþróttasálfræðinga sem vinna með OL-liði Bandaríkjanna. Sálfræðingar vinna með afreksíþróttamönnum m.a. við að bæta einbeitinguna og takast á við álagið sem fylgir því að vera í allra fremstu röð. Hér koma nokkur dæmi um viðfangsefni íþróttasálfræðinga:

James Bauman PhD er að fara á sína fimmtu Olympíuleika (sem sálfræðingur). Hann hefur aðallega unnið með landsliði USA í sundi, langhlaupara og kvennaliði í Softball. Í Kína mun James hjálpa íþróttafólkinu að beita sér sem réttast og halda góðum keppnisvenjum auk þess að halda streitunni á hvetjandi stigi. “Fólk skilur núna að við erum að efla sterkar hliðar, en ekki bara að taka á veikleikum”, segir James

Karen Cogan PhD er leynivopn TaeKwonDo liðsins. Hún er fyrsti íþróttasálfræðingur liðsins. Hún hefur sett saman eins konar “keppnishermi” og þjálfað liðið í slökun.

Margaret Ottley PhD styður hlaupara í að nota leikni sem þeir nota nú þegar á enn markvissari hátt, t.d. öndunartækni, skynjunaræfingum og sjálfstali.

Marshall Mintz PsyD er í fyrsta sinn á OL með róðrarliðum kvenna og karla. Hann hefur undanfarið ár unnið með liðunum sérstaklega til þess að kljást við þann vanda sem fylgir því að setja “lífið í biðstöðu”, þ.e. að þurfa að eyða svo til allri orku í íþróttina en þurfa að láta annað sitja á hakanum. “Það er líka aukin spenna og streita kringum OL og mitt markmið er að reyna að hjálpa íþróttafólkinu að vera eins einbeitt og helga sig verkefninu” segir Marshall.

Amerískir sálfræðingar hafa fengist við rannsóknir á sviði íþróttasálfræði í meira en 80 ár. Þeir hafa notað niðurstöður rannsókna til þess hjálpa liðum og einstaklingum að ná samkeppnisforskoti á keppinautana.  
Monitor on psychology July/August 2008   -   JSK tók saman


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.