Ţunglyndi / Fréttir

14.03.2008

Mćđur međ lág laun líklegri til ađ ţjást af fćđingarţunglyndi

Í rannsókn sem birtist í Social Psychiatry and Psychiatric Epidemiology kom fram að mæður í bandaríska ríkinu Iowa sem eru með lág laun eru líklegri til að þjást af fæðingarþunglyndi en mæður í sama ríki sem hafa hærri laun.
Ástæðan, að mati rannsakenda, er sennilega sú að lág laun geta valdið því að fólk býr við ófullnægjandi aðstæður, á í greiðsluerfiðleikum og glímir við streitu og kvíða vegna þessa. Fæðing barns getur aukið á áhyggjur vegna aðstæðna eða greiðsluerfiðleika og aukið líkur á að kona finni til þunglyndis.
Í fyrri rannsókn á mæðrum í Iowa kom fram að mæður af afrískum uppruna voru líklegastar til að þjást af fæðingarþunglyndi en mæður af suður-amerískum uppruna síst líklegastar til að þjást af fæðingarþunglyndi.
Rannsakendur benda einnig á að góður félagslegur stuðningur getur dregið úr líkum á fæðingarþunglyndi og að lítill félagslegur stuðningur hefur öfug áhrif. Það hefur sýnt sig að mæður af afrískum uppruna hafa hvað veikastan eða minnstan félagslegan stuðning en mæður af suður-amerískum uppruna hvað mestan stuðning.
Rannsakendur hafa bent á mikilvægi þess að athugað sé hvort nýbakaðar mæður finni fyrir þunglyndi og að þeim sé þá boðin aðstoð í framhaldi. Rannsakendur hafa einnig bent á að kannski sé ekki endilega þörf á sálfræðimeðferð í öllum tilvikum og stundum geti það gert gæfumuninn að mæðurnar hafi einhvern til að tala við. Sá eða sú getur verið heilbrigðisstarfsmaður sem kemur reglulega í heimsókn til mæðranna og getur þá metið þörfina á aukinni meðferð. Þetta er gert að enskri fyrirmynd og hefur reynst vel.


PsycPort.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.