Sjálfsvíg / Fréttir

12.02.2008

Ađgengi ađ geđheilbrigđisţjónustu

Aukin þjónusta ber árangur

Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu dregur úr þunglyndi og sjálfsvígum

Þunglyndi eftir fylkjum í USA
Ný úttekt á tíðni þunglyndis eftir fylkjum leiðir í ljós að Utah er með hæsta tíðni. Þar fengu liðlega 10% fullorðinna alvarlegt þunglyndiskast á síðasta ári og tæp 15% áttu við alvarlegan geðrænan vanda.
Í samanburði var minnst um þunglyndi í Suður-Dakota, liðlega 7% fengu alvarlegt þunglyndiskast og liðlega 11% áttu við alvarlegan geðrænan vanda. Tíðni sjálfsvíga var hæst í Alaska en lægst í höfuðborginni Washington.
Það kemur fram í úttektinni að eftir því sem það eru fleiri geðlæknar, sálfræðingar og félagsráðgjafar á 1.000 íbúa því lægri er tíðni sjálfsvíga. Betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu tengist líka færri þunglyndistilfellum.
“Fjöldi þátta þar á meðal líffræðilegir og umhverfistengdir hafa áhrif á geðheilsuna. Þessi úttekt sýnir að fylkin geta bætt geðheilsu íbúanna marktækt með því að fylgja stefnu sem eykur aðgengi að meðferð geðlækna, sálfræðinga og félagsráðgjafa.” Segir David Stern PhD forstjóri Mental Health America.

The Nation\\\\\\\\\\\\\\\'s Health - February 11, 2008 /PsychPort
Frétt af vefsetri Ameríska sálfræðingafélagsins.

JSK þýddi


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.