Međferđ / Fréttir

08.02.2008

Eldri konur eru í meiri hćttu ađ fá ţunglyndi en eldri karlar

Alvarlegt þunglyndi finnst hjá um það bil einu eða tveimur prósentum eldra fólks í Bandaríkjunum. Þar fyrir utan finna um 20% fyrir einkennum þunglyndis og meirihluti þeirra sem finna fyrir einkennum án þess að greinast með alvarlegt þunglyndi eru konur. Ástæður þess að konur eru í meiri hættu að finna fyrir þunglyndiseinkennum eru óljósar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem birtist í Archives of General Psychiatry.
Í rannsókninni var andleg heilsa sjötugs fólks og eldra metin. Rannsóknin hófst árið 1998 og þátttakendur voru 754. Þegar rannsóknin hófst og alltaf á 18 mánaða fresti voru þátttakendur beðnir um að gefa upplýsingar um búsetu sína, aldur og hjúskaparstöðu. Á sama tíma tóku þátttakendur hugræn próf og áttu að greina frá hvers kyns sjúkdómum sem þeir höfðu greinst með. Að lokum var spurt um einkenni þunglyndis eins og lystarleysi, depurð eða svefnörðugleika.
Meðan á rannsókninni stóð voru tæp 40% þátttakenda þunglynd á einhverjum tímapunkti. Af þeim voru svo tæp 18% þunglynd tvisvar á tímabilinu, 11% þrisvar, 6% fjórum sinnum og 4,5% voru þunglynd í öll fimm skiptin sem þau gáfu upplýsingar.
Fleiri konur en karlar voru þunglyndar á hverjum tímapunkti og konur voru líklegri til að vera með þunglyndiseinkenni síðar. Það er því mjög líklegt að þunglyndiseinkenni séu algengari og vari lengur hjá eldri konum en körlum. Rannsakendum komu þessar niðurstöður á óvart því konur eru líklegri til að sækja sér aðstoð og fá lyf eða annars konar meðferð við þunglyndi en karlar. Hugsanlegar skýringar gætu verið þær að hefðbundin meðferð henti konum síður en körlum eða þá að þær þurfi stærri lyfjaskammta eða meiri meðferð.


PsycPort.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.