Persónu- og Persónuleikavandamál / Fréttir

31.01.2008

Engin tengsl finnast á milli persónuleikagerđar og hćttu á krabbameini

Þvert á fyrri rannsóknir hefur komið í ljós að það virðast ekki vera tengsl á milli persónuleika og hættu á að konur greinist með brjóstakrabbamein. Árið 1996 var gerð rannsókn á þessum tengslum og þá fundust veik tengsl milli brjóstakrabbameins og skorts á tjáningu tilfinninga og viðurkenningar á eigin tilfinningum. Engin önnur persónuleikaeinkenni voru tengd brjóstakrabbameini í þeirri rannsókn.
Í nýlegri rannsókn sem birtist í Journal of the National Cancer Institute var gerð rannsókn á sömu konum og tóku þátt í fyrri rannsókninni. Þær höfðu þá svarað spurningalista sem mat persónuleikaeinkenni eins og kvíða, reiði, litla tjáningu tilfinninga, bjartsýni og skilning. Að auki athuguðu rannsakendur hvernig tengsl milli persónuleikaeinkenna hefðu áhrif á hættu á brjóstakrabbameini. Af þeim 9700 konum sem svöruðu spurningalistanum árið 1996 höfðu 217 greinst með brjóstakrabbamein fimm eða þrettán árum síðar. Rannsakendur fundu engin tengsl milli persónuleikaeinkenna og brjóstakrabbameins í þetta skiptið. Það var því ekki hægt að staðfesta fyrri niðurstöður og því er ekki hægt að fullyrða að hætta á brjóstakrabbameini tengist persónuleikaeinkennum á nokkurn hátt. Niðurstöðurnar geta verið gagnlegar á þann hátt að læknar geta fullvissað sjúklinga sína um að persónuleiki þeirra hafi ekki haft nein áhrif á þróun sjúkdómsins.


PsycPort.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.