Vinnan / Fréttir

23.01.2008

Međhöndlun ţunglyndis eykur framleiđni

Í Bandaríkjunum hleypur kostnaður fyrirtækja vegna þunglyndis starfsmanna á tugmilljörðum dollara. Rannsóknir sýna einnig að þunglyndi er hvað kostnaðarsamast af veikindum starfsmanna. Þrátt fyrir að meðferð við þunglyndi hafi tekið miklum framförum og batahorfur séu góðar þá fá margir starfsmenn enga meðferð eða ekki nógu góða meðferð.

 

Það hefur komið í ljós við rannsóknir að alvarleiki þunglyndis var marktækt minni meðal hóps þunglyndra starfsmanna sem tóku þátt í stuðningsáætlun sem fól í sér aðstoð í gegnum síma, samtalsmeðferð eða lyfjameðferð heldur meðal hóps starfsmanna sem fékk hefðbundna meðferð. Þar að auki voru starfsmenn í fyrri hópnum líklegri til að fá bata.

 

Fyrri hópurinn vann einnig fleiri stundir en sá síðari, um það bil tveimur stundum fleiri á viku, sem jafngildir tveimur vikum á ári.

 

Þessar niðurstöður benda því til þess að ekki einungis gagnist það starfsmönnum að fá meiri íhlutun eða meiri meðferð, það gagnast líka fyrirtækjum sem auka framleiðni sína og halda frekar í starfsfólk sitt og verða þannig samkeppnishæfari.

 

 

PsycPort.com

 

ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.