Vinnan / Fréttir

27.10.2007

Streituvandamál í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn eru stressaðir, þeir sofa illa og drekka meira og það versnar bara. Samkvæmt nýrri könnun sem Bandaríska Sálfræðingafélagið gerði nýlega eru 48% Bandaríkjamanna stressaðri nú en þeir voru fyrir fimm árum og jafnmargir segjast vera andvaka reglulega vegna streitu.
Hvað er það sem veldur þessari streitu og svefnleysi? Samkvæmt könnuninni er það aðallega tvennt. Peningar og vinna sem eru stærstu vandamál 75% Bandaríkjamanna. En fyrir tveimur árum höfðu 59% Bandaríkjamanna áhyggjur af sömu hlutum.
Könnun Bandaríska Sálfræðingafélagsins var gerð á netinu og þátttakendur voru 1.848 manneskjur frá öllum ríkjum.
Samkvæmt könnuninni hefur streitan fleiri slæm áhrif, meðal annars aukið ósamkomulag innnan fjölskyldna, skilnaðir, aukna drykkju, auknar reykingar og minni líkamsrækt. Að auki sögðu fleiri en 75% þátttakenda að streitan væri farin að orsaka aukin veikindi hjá þeim, til dæmis höfðuverkjum og meltingartruflunum.
Könnunin leiddi einnig í ljós að margir taka á streitu á mjög óhjálplegan hátt, til dæmis með því að borða meira skyndibitafæði, fækka máltíðum eða reykja meira.
Þó kom einnig í ljós að útlitið er ekki alveg svart þar sem margir Bandaríkjamenn takast einnig á við streitu með hjálplegum hætti. Þeir hlusta á tónlist, lesa, fara í líkamsrækt eða eyða tíma með fjölskyldu og vinum.

Psycport.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.