Aldrađir / Fréttir

27.09.2007

Međ heilaskönnun gćti veriđ hćgt ađ koma auga á Alzheimer sjúkdóm á byrjunarstigi

Í nýrri rannsókn komu fram vísbendingar um að með sérstakri heilaskönnun sé hægt að koma auga á Alzheimer sjúkdóminn á byrjunarstigi og bæta meðferð. Þar til í dag hafa læknar einungis getað staðfest Alzheimer sjúkdóm við krufningu en nýja rannsóknin bendir til þess með því að nota segulómun (fMRI) sé hægt að greina sjúkdóminn fyrr en áður. Þó fleiri rannsóknir þurfi til að staðfesta þessar niðurstöður þá telja rannsakendur að hægt verði í framtíðinni að nota segulómun ásamt öðrum rannsóknum til að greina Alzheimer fyrr og jafnvel finna út hvort sé í áhættuhópi fyrir Alzheimer.
Í dag er engin lækning til við Alzheimer en sé sjúkdómurinn greindur snemma getur það bætt meðferðarúrræði og lífsgæði sjúklinga mikið.
Í rannsókninni sem birtist í Radiology tóku þátt 13 sjúklingar með vægan Alzheimer sjúkdóm, 34 sjúklingar með væga hugræna skerðingu og 28 heilbrigðar manneskjur. Þátttakendur voru að meðaltali 73 ára gamlir.
Allir þátttakendur voru beðnir að vinna verkefni sem snérist um að muna og tengja saman nöfn og andlit. Á meðan þeir leystu verkefnið voru þeir í segulómun. Segulómunin sýndi að virkni í heila var öðruvísi hjá Alzheimer sjúklingum en öðrum. Virkni minnkar á sumum svæðum en eykst á öðrum sem gerir Alzheimer sjúklingum erfiðara fyrir að muna.

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.