Persónu- og Persónuleikavandamál / Fréttir

05.09.2007

Geđraskanir mynda 14% af veikindabyrđi heims

Geðraskanir mynda 14% af veikindabyrði heims. Samkvæmt nýrri könnun í The Lancet leggja geðraskanir eins og þunglyndi, kvíði, geðhvarfasýki og geðklofi meira til heildar veikindabyrðar heimsbyggðarinnar en hjartasjúkdómar og krabbamein vegna þess hve mikið þær taka fólk úr umferð.

Samkvæmt prófessor Prince við geðlæknadeild King´s College í London auka geðraskanir líkurnar á og ýta undir fjölda annarra líkamlegra sjúkdóma. Prófessorinn útskýrði að geðraskanir séu algengur fylgifiskur annarra sjúkdóma og flæki almennt meðferð þeirra til muna. Hann ítrekaði að afar mikilvægt væri að kanna þessi tengsl líkamlegra og andlegra sjúkdóma þar sem geðraskanir auki dánartíðni sjúklinga til muna og slíkar rannsóknir gætu stuðlað að mun betri meðferðarúrræðum.

EÖJ


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.