Áföll / Fréttir

02.09.2007

Viđ munum slćmu tímana betur en ţá góđu

Manstu nákvæmlega hvar þú varst þegar þú heyrðir um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin þann 11 september? Líklega er svarið já og rannsakendur byrja nú að skilja hvers vegna fólk man betur atburði sem tengjast neikvæðum tilfinningum.

Í ágúst útgáfu Current Directions in Psychological Science útskýra sálfræðingar við Boston háskóla hvenær tilfinningar draga úr ósamræmi í minni.

Rannsóknir þeirra sýna að það virðist skipta öllu máli hvort atburður vekur upp jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar fyrir það hvernig fólk man þann atburð. Fólk man atburði sem vekja upp neikvæðar tilfinningar í meiri smáatriðum. Því meiri virkni sem er í ákveðnum svæðum heilans sem tengjast tilfinningum því líklegra er að fólk muni smáatriði sem tengjast atburðinum. Rannsóknir hafa einmitt sýnt meiri virkni á þessum svæðum þegar atburður verkur ótta eða aðrar slæmar tilfinningar.

Sálfræðingarnir sem standa að þessum rannsóknum telja að áhrif neikvæðra tilfinninga á minni geti verið hjálplegar á þann hátt að þær hjálpi fólki að bregðast við síðar í svipuðum aðstæðum. Þróunarfræðilega séð sé þetta því hið besta mál þó minningarnar geti verið sársaukafullar.


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.