Sambönd / Fréttir

28.08.2007

Einmanaleiki gćti flýtt öldrun og haft önnur slćm áhrif

Einmanaleiki gæti flýtt öldrun og komið af stað alvarlegum heilsufarsvandamálum.
Þetta eru niðurstöður rannsókna sem eiga þær niðurstöður sameiginlegar að einmana fólk, glími frekar við langvarandi streitu og framleiði of mikið af streituhormónum vegna ýmissa vandamála í daglegu lífi.
Með tímanum geta áhrif streituhormónanna veri alvarleg og leitt til heilsufarsvandamála eins og hás blóðþrýstings, svefnvandamála og kransæðastíflna.
Einmana fólk hefur ekki jafn góð bjargráð og þeir sem ekki eru einmana, ýmis konar áföll hafa meiri áhrif og það er ekki jafn líklegt til að leita hjálpar eða aðstoðar hjá fjölskyldu eða vinum. Þetta getur valdið langvarandi streitu sem getur eins og áður sagði haft alvarleg áhrif á heilsu.
Góður nætursvefn gæti að einhverju leiti dregið úr þessum slæmu áhrifum en fólk sem glímir við langvarandi streitu er líklegra til að sofa ekki eins vel. Þannig gæti myndast vítahringur svefnvandamála og streitu.
Til þess að draga úr þessum áhrifum, segja rannsakendur, ætti fólk sem ekki á nána vini að reyna að virkja félagslíf sitt og leita tækifæra til að kynnast fleira fólki og jafnvel eignast nána vini.

Psycport.com

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.