Persónu- og Persónuleikavandamál / Fréttir

08.05.2007

Streita og lífslíkur

Rannsakendur við Purdue háskólann telja sig geta sýnt fram á að með því að ná betri tökum á streitu gæti fólk lifað lengur. Fylgst var með karlmönnum sem höfðu persónuleika sem einkenndist af kvíða og streitu og þeim sem ekki höfðu slíkan persónuleika. Fylgst var með þeim yfir 12 ára tímabil og athugaðar breytingar á persónueinkennum og tengsl þeirra við dánartíðni.  Dan Mroczek aðstoðarprófessor segir að þeir menn sem róuðust með tímanum juku lífslíkur sínar. “Stresaður” einstaklingur var skilgreindur sem manneskja sem hafði tilhneigingu til að vera mjög kvíðin eða þunglynd og þegar stóð frammi fyrir streitufullum lífsviðburðum þá brást hún á neikvæðari hátt. Þetta var mælt með hefðbundnum persónuleikaprófum.
Við lok rannsóknar höfðu helmingur stressaðra karlmanna dáið miðað við 75-85% lífslíkur hinna sem höfðu ekki þau persónuleikaeinkenni.
Þó er hinn gullni meðalvegur bestur. Þeir sem eru of afslappaðir gera minni ráðstafanir til að halda góðri heilsu og stunda meiri áhættuhegðun s.s. reykja og drekka.

psychcentral.com


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.