Aldrađir / Fréttir

01.05.2007

Omega-3 fitusýrur gćtu dregiđ úr breytingum á heila tengdum Alzheimer

Fitusýra sem finnst í fiski getur hugsanlega dregið úr myndun próteina í heilavef sem tengjast Alzheimer sjúkdómnum. Þetta hefur rannsókn á músum sem birt var í Journal of Neuroscience leitt í ljós. Mataræði músanna í rannsókninni var ríkt af fitusýrunni DHA sem finnst aðallega í feitum fiski eins og lax og makríl. Fitusýran finnst einnig í minna magni í eggjum, þangi og fleiri matvörum.
Þó svo rannsóknin hafi verið gerð á músum þá styðja þær við rannsóknir sem gerðar hafa verið á fólki sem tengja saman fiskát og minni líkur á Alzheimer. Í rannsókninni voru bornir saman hópar músa sem voru á hefðbundnu bandarísku mataræði sem inniheldur lítið magn DHA fitusýra og aðrir hópar sem neyttu fæðu með meira magni af DHA fitusýru. Rannsóknin stóð yfir í níu mánuði og leiddi í ljós að sá hópur músa sem hafði fengið fæði sem var bætt með DHA fitusýrum hafði minna magn af þeim próteinum sem tengjast Alzheimer í heila sínum.
Rannsakendur hyggjast nú halda áfram þessum rannsóknum og athuga hvort DHA fitusýrur geti hægt á þróun Alzheimer í fólki.

Psycport.com

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.