Streita / Fréttir

08.03.2007

Tengsl fundin á milli streitu og húđvandamála hjá unglingum

Í stærstu rannsókn sem framkvæmd hefur verið á tengslum streituog húðvandamála hjá unglingum kom í ljós að þeir unglingar sem eru undir mestri streitu eru mun líklegri til að eiga við talsverð húðvandamál að stríða. 

Vegna hinna miklu andlegu áhrifa sem húðvandamál geta haft á unglinga er afar mikilvægt að læra hvaða þættir geta ýtt undir þau.  Lengi hefur verið talið að streita hafi áhrif á húðvanda en þó hafa tengslin ekki verið rannsökuð almennilega.  Rannsóknin sem um ræðir kannaði hvort magn hins olíukennda efnis sem þekur húðina og ver hárið aukist þegar einstaklingar eru undir álagi.  Rannsakendur grunaði að aukið magn þessa efnis á húðinni yki bólumyndun og að magn þess á húðinni ykist við streitu.  Í ljós kom að magn efnisins á húðinni jókst ekki við aukna streitu en þrátt fyrir það virtist aukin streita hafa áhrif á bólumyndun.  Samkvæmt rannsakendum virðist því sem streita hafi áhrif á bólumyndun á áður óþekktan hátt.

EÖJ 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.