Sambönd / Fréttir

05.02.2007

Genauppbygging í rómantík

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að makaval stjórnist að einhverju leyti af genum. Rannsókn sem birt var í Psychological Science hefur fundið tengsl milli genamengja sem tengjast ónæmisvirkni og vali manna á mökum.

Hryggdýrategundir og maðurinn hneigjast frekar að maka sem hefur ólík MHC (major histocompatibility complex) genamengi fremur en þeim sem hafa svipuð genamengi. Þessi tilhneiging gæti hugsanlega spornað gegn innrækt lífsförunauta svo og styrkir ónæmiskerfi afkvæma vegna þess að þeir komist í snertingu við fjölbreyttari sjúkdómsvaldandi örverur.

Í rannsókninni var athugað hvort svipuð MHC hjá pörum spáði fyrir um þætti í kynlífssambandi þeirra. “Eftir því sem hlutfall svipaðs genamengis jókst hjá pörum þá minnkaði kynlífslöngun kvenna gagnvart mökum sínum, framhjáhöldum fjölgaði og þær löðuðust meira að öðrum mönnum en mökunum sínum, sérstaklega á frjóasta tímabilinu í tíðarhringnum” segir Christine Garver-Apgar sem var höfundur rannsóknarinnar.
Rannsóknin veitir einhvern skilning á grundvelli efnafræði rómantíkur og er sú fyrsta til að sýna fram á að svipuð gen geta haft áhrif á kynlífssamband lífsförunauta.


 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.