Sambönd / Fréttir

26.01.2007

Sjónvarpsgláp getur veriđ slćmt fyrir ástarsambönd

Prófessor við Purdue háskólann í Bandaríkjunum segir að sjónvarpsgláp geti skaðað þróun ástarsambanda. Hann segir að sum nútímatækni, eins og farsímar og tölvupóstur, geti hjálpað fólki að halda samböndum gangandi. Sérstaklega getur sú tækni aðstoðað fólk sem er í fjarsamböndum, þ.e.a.s. býr langt frá hvoru öðru, og fólki sem vinnur mikið. Sjónvarpsglápið aftur á móti hefur áhrif á hvernig samskiptum fólks í ástarsambandi er háttað og getur jafnvel hindrað fólk í að eignast nýja vini.

Sumt sjónvarpsefni getur fólk horft á saman og það er gott en margt sem bendir til að sjónvarp sem alltaf er í gangi hafi neikvæð áhrif á samskipti fólks segir prófessorinn ennfremur. Sjónvarp sem alltaf er í gangi dregur úr samræðum, dregur úr því að fólk hlusti hvort á annað og veldur því að fólk horfist síður í augu.

Prófessorinn segir að fyrsta skrefið til að draga úr þessum neikvæðu áhrifum og bæta sambandið geti verið að slökkva á sjónvarpinu en fólk verði þá líka að skipuleggja hvað það ætli að gera í staðinn, t.d. fara í göngutúr, spila spil eða skipuleggja frí. Að slökkva á sjónvarpinu er ekki nóg, það verður eitthvað annað að koma í staðinn.

 

Upi.com


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.