Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Ţunglyndispróf


Spurning:

hæhæ.... ég tók próf um þunglindi á síðunni hjá ykkur og þar kom út að ég væri með alvarlegt þunglindi og ætti að leita til heimilis læknis sem fyrst.. er hægt að stiðjast eitthvað við þetta.Því að mér fynst þetta ekki vera eins alvarlegt og svarið bar til kynna. og vill ekki vera að fara til læknis og tala um þetta ef að þetta er bara aumingjaskapur. vonast eftir svari.


Svar:

Sæl/l,

Það er vissulega rétt hjá þér að taka öllum prófum sem birt eru á netinu með fyrirvara.  Prófin hjá okkur eru flest byggð á raunverulegum prófum sem lögð eru fyrir hjá sálfræðingum úti í bæ.  Þó að niðurstaða úr prófunum sé engan veginn afdráttarlaus né 100% þá geta þau gefið góða hugmynd um undirliggjandi vandamál og hjálpað fólki sem líður illa að taka ákvörðun um að leita sér hjálpar. 

Ef þú ert á einhvern hátt óörugg/ur um líðan þína og fékkst niðurstöðu sem mælir með að þú leitir til sérfræðings mæli ég með að þú lítir til sálfræðings sem getur hjálpað þér að meta stöðuna betur og mælt með leiðum til bóta.  Ef hinsvegar þú ert í litlum sem engum vafa um líðan þína og tókst prófið bara til gamans er lítil ástæða fyrir þig að bregðast við. 

Vonandi svarar þetta spurningunni þinni.

Gangi þér vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningum



Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.