Ţunglyndi / Spurt og svarađ

Í leit ađ hjálp


Spurning:

Sæl, Hvað á maður að gera ef maður finnur sig svo langt leiddur í þunglyndi að maður fær sig ekki til að leita sér hjálpar? Ég get ekki leitað til vina né vandamanna því veit að þau hafa margt á sinni könnu og vil ekki þröngva mínum vandamálum á þau... vil bara ekki að neinn viti af þessu. Mitt vandamál sem ég þarf að komast yfir! Ég fæ mig ekki til að hringja til læknis og panta tíma - á erfitt með að koma mér úr rúminu... og ég get bara ekki hugsað mér að fara til heimilislæknis minns til margra ára - bæði af því ég er hrædd um að fá grátkast inni hjá honum og hann er of tengdur fjölskyldu minni. Hvað get ég gert? ég er orðin svo þreytt


Svar:

Sæl,

Það er alltaf erfitt að taka sín fyrstu skref og viðurkenna að það sé í raun eitthvað að og að maður ráði ekki við það sjálfur.  Oft er það líka spurning um stimpil en í okkar samfélagi hefur það því miður oft enn neikvæðan stimpil að leita til sálfræðinga eða geðlækna og álítur fólk oft að það þurfi að vera mjög langt leitt áður en það stígur það skref.  Staðreyndin er þó sú að sálfræðingar og aðrir fagaðilar á því sviði eru sérstaklega þjálfaðir í að hjálpa fólki að takast á við gífurlega mikinn fjölda vandamála og alls ekki einungis alvarleg geðræn veikindi heldur alls kyns dagleg vandamál sem fólk á erfitt með að takast á við.

Ef þú átt erfitt með að leita þér aðstoðar en hefur gert þér grein fyrir að þú þurfir aðstoð hefur þú ýmis ráð.  Nú til dags er hægt að nálgast marga sálfræðinga í gegnum netið til að bóka tíma og þarft þú þá ekki að hringja í neinn beint, einnig bjóða sumir sálfræðingar upp á símaviðtöl, sumir koma í heimavitjanir og enn aðrir bjóða upp á netráðgjöf.  Það ætti því ávallt að vera hægt að leita sér aðstoðar og enginn að þurfa að þjást einn.

Orkir þú ekki að ræða við neinn vegna þess hve langt niðri þú ert eru ýmis ráð til sem gætu gagnast þér til að líða aðeins betur.  Passaðu þig að þú fáir næga hreyfingu, eyddu tíma með ástvinum og í hluti sem láta þér líða betur (lestu góða bók, hlustaðu á góða tónlist, o.s.frv.), minntu þig á það sem er jákvætt í lífinu með því að rifja upp góða tíma og hugsa um hve björt framtíðin getur mögulega verið.  Þegar þér líður síðan aðeins betur getur þú leitað aðstoðar hjá einhverjum sem getur hjálpað þér að bæta ástandið enn betur og til lengri tíma.

Ef þú vilt fá frekari ráðleggingu um val á ráðgjafa eða sálfræðing eða hefur fleiri spurningar skaltu endilega skrifa okkur hjá Persona og munum við reyna að aðstoða þig eftir fremsta megni.

Gangi þér vel,
Eyjólfur Örn Jónsson
Sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.